Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 25.09.2008, Qupperneq 37
Paprika Steen sækir hátíðina heim, en þessi danska leikkona og leikstýra kemur hingað með myndina Þar til dauðinn aðskilur okkur (Til døden os skiller) í farteskinu. Þetta er aðeins önnur mynd Steen sem leikstjóra en frumraun hennar í leikstýrustólnum, Lad de små börn, fékk ekki amalegar viðtökur hjá gagnrýnendum hérlendis og meðal annars setti Sæbjörn Valdimarsson hjá Morgunblaðinu hana efsta á lista yfir bestu myndir ársins 2004 í áramótauppgjöri sínu og sagði: „Danska stórleikkonan sannar með sinni fyrstu mynd að hún er engu síðri leikstjóri. Átakanleg og miskunnarlaus nærskoðun á hópi fólks sem verður fyrir sárri reynslu og hvernig það nær aftur áttum. Leikhópurinn skilar eftirminnilegu dagsverki.“ Þar til dauðinn aðskilur okkur Til døden os skiller Δ Hnattferð í bíóSíðasta lestin frá Hollywood Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í fimmta skipti og geta gestir nú valið úr um hundrað myndum, þar af 74 í fullri lengd, frá 27 löndum. Gestum er þannig boðið í heimsreisu í myrkum bíósölum, allt frá Norðurpólnum til Suðurpólsins, frá Berlín til Buenos Aires. Erlendum gestum hátíðarinnar fjölgar líka stöðugt og því aldrei að vita nema bíógestir geti hitt fulltrúa landanna 27 áður en yfir lýkur, því hátíðin á sér ekkert síður stað utan bíósalsins þar sem málþing, umræður, námskeið, fyrirlestrar og markaðstorg verða út um allan bæ – og svo auðvitað yfir kaffibolla þar sem bíógestir skiptast á skoðunum á nýjustu færeysku heimildamyndinni. Hátíðin hefst í dag og við viljum bara minna ykkur á að þetta er veisla, endilega troðið ykkur út af góðum bíómyndum og njótið þess svo að liggja á meltunni, þetta er hnattferð þar sem þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að krónan sé að hrynja. Einhverjum kann að þykja löng leið frá alter-egói Charles Bukowski, túlkuðum af Matt Dillon, í 67 ára gamlann norskan lestarstjóra, en þá leið fór norski leikstjórinn Bent Hamer þegar hann fetaði sig aftur heim til Noregs frá Hollywood. En Odd Horten, sem gefur opnunarmynd hátíðarinnar nafn sitt, virðist þó þegar nánar er gáð sama ólíkindatólið og Bukowski. Hann týnir pípunni sinni, sofnar í gufubaði og týnist á f lugvelli – og á einhvern einkennilegan hátt vofir dauðinn alltaf yfir, eða eru það bara yfirvofandi ellilaunin? ≥ Dönsk dama og dramatík Fréttabréf Upplýsingamiðstöð hátíðarinnar er í bókabúðinni Iðu við Lækjargötu 2 og þar er hægt að kaupa miða á hátíðina og ýmsar aðrar vörur henni tengdar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.