Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 25. september 2008 27
UMRÆÐAN
Guðrún
Skúladóttir
skrifar um
kuðungs-
ígræðslu
Kuðungs-ígræðslu-
tæki er mjög
þróað hjálpar-
tæki sem gefur
alvarlega
heyrnarskertu og heyrnarlausu
fólki möguleika á að heyra hljóð.
Rúmlega fjörutíu íslendingar
hafa farið í kuðungsígræðslu
undan farin nítján ár. Flestir
þeirra eru fullorðnir.
Forsenda fyrir kuðungs-
ígræðslumeðferð er heyrnarleysi
eða mjög alvarleg heyrnarskerð-
ing á báðum eyrum. Fullorðið fólk
með áunnið heyrnarleysi og fólk
sem notað hefur heyrnartæki í
mörg ár er líklegast til að upp-
fylla skilyrði fyrir aðgerð. Full-
orðið fólk sem hefur verið alvar-
lega heyrnarskert eða
heyrnar laust frá barnsaldri hefur
ekki sömu möguleika á að nýta
sér þessa tækni. Forsenda fyrir
því að kuðungsígræðslutækið
gagnist er að heyrnarbrautirnar í
heilanum séu virkar.
Mikilvægt er að börn sem eru
fædd heyrnarlaus eða alvarlega
heyrnarskert komist í aðgerð
fyrir tveggja ára aldur. Líkur á
góðum árangri af kuðungsí-
græðslu í börnum minnkar eftir
því sem barnið verður eldra. Af
þessum sökum er mjög áríðandi
að finna snemma þau börn sem
geta nýtt sér kuðungsígræðslu.
Því eru heyrnarmælingar á
nýburum, sem farið hafa fram
hér á landi undanfarið á vegum
heilbrigðisyfirvalda og Heyrnar-
og talmeinastöðvar Íslands, ákaf-
lega mikilvægar.
Kuðungsígræðslutækið er sam-
sett úr innri hluta sem er grædd-
ur í eyrað með aðgerð og ytri bún-
aði sem er borinn aftan við eyrað,
svipað og venjulegt heyrnartæki.
Kuðungsígræðslutækið vinnur
þannig að ytri búnaðurinn nemur
hljóð sem kóðar það og flytur í
ígrædda tækið. Á leiðinni hefur
kóðanum verið breytt í rafboð
sem send eru til hinna ýmsu raf-
rása í ígrædda hlutanum í kuð-
ungi innra eyrans. Rafboðin örva
taugafrumur sem og taugaenda
heyrnartaugarinnar. Boðin berast
svo eftir heyrnartauginni til heil-
ans og notandinn skynjar rafboð-
in sem hljóð.
Óhætt er að segja að þessi
tækni hafi valdið straumhvörf-
um. Á opinni kynningu á starf-
semi Heyrnar- og talmeinastöðv-
ar Íslands laugardaginn 4. október
næstkomandi verður m.a. kuð-
ungsígræðsla kynnt ásamt áður-
nefndum nýburamælingum á
börnum. Allir eru velkomnir.
Höfundur er heyrnarfræðingur á
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands.
Fyrir
hverja?
GUÐRÚN
SKÚLADÓTTIR
UMRÆÐAN
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar um
Ólympíuleika fatlaðra
Nú eru afreksmennirnir ungu sem tóku þátt í Ólympíumóti
fatlaðra í Kína fyrir Íslands hönd
komnir heim. Mér hlotnaðist sú
mikla ánægja og heiður að vera
heiðursgestur Íþróttasambands
fatlaðra á mótinu og fylgjast með
íslensku keppendunum sem og
öðrum keppendum sem sýndu
þann ótrúlega kraft, dugnað og
árangur sem mér mun aldrei líða
úr minni.
Ólympíumót fatlaðra er einstætt
fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta
lagi hefur þar skapast vettvangur
fyrir fatlað íþróttafólk til að keppa
á jafnréttis-
grundvelli á
sömu forsendum
og ófatlað íþrótta-
fólk. Í öðru lagi
dregur Ólympíu-
mótið fram þá
mannkosti fatl-
aðra sem sæma
þeim hvað best,
þar sem fötlun
þeirra birtist
ekki sem hindrun heldur fremur í
miklum burðum, jafnvel langt
umfram aðra til að sigrast á hindr-
unum. Í þriðja lagi felur Ólympíu-
mótið í sér möguleika á að breyta
viðhorfi heimsbyggðarinnar til
fatlaðra. Það hlýtur að vekja alla
sem verða vitni að þeim afrekum
sem þar eru unnin til umhugsunar
um þann auð sem fatlaðir búa yfir
og sýna svo glöggt að hverju sam-
félagi ber að taka fötluðum sem
sjálfsögðum hlut af fjölbreytileika
mannlífsins og styðja þá með
ráðum og dáð. Ég er sannfærð um
að Ólympíumótið í Kína náði mark-
miðum sínum að þessu leyti og að
það muni stuðla að framförum í
réttindamálum fatlaðra og bætt-
um aðstæðum þeirra á marga lund
víða um heim.
Íslensku keppendurnir voru
flestir að stíga sín fyrstu skref á
Ólympíumóti fatlaðra og var
frammistaða þeirra til fyrirmynd-
ar. Ég er mjög stolt af árangri
okkar fólks og glæsilegri fram-
komu. Allur hópurinn var landi og
þjóð til mikils sóma og við munum
án efa fá að fylgjast með enn frek-
ari afrekum þessara einstaklinga á
komandi mótum. Ég veit að undir-
búningur þessa kraftmikla kjarna
er þegar hafinn vegna Ólympíu-
mótsins í London 2012 og eflaust
eiga fleiri eftir að bætast í kepp-
endahópinn frá Íslandi þegar nær
líður móti.
Ég þakka Íþróttasambandi fatl-
aðra fyrir það hve einstaklega vel
það stóð að þátttöku Íslendinga á
mótinu og einnig fyrir allt það góða
starf sem unnið er á vettvangi sam-
bandsins í þágu fatlaðra.
Ég er mjög þakklát fyrir að hafa
orðið þess aðnjótandi að fylgjast
með Ólympíumótinu, fá að vera
þátttakandi í þessu mikla ævintýri
með íslensku keppendunum og
aðstoðarfólki þeirra og fá að sjá
með eigin augum þau ótrúlegu
afrek sem þarna áttu sér stað.
Ólympíumót fatlaðra í Kína var
stórkostleg upplifun sem mun
aldrei líða mér úr minni.
Höfundur er félags- og trygginga-
málaráðherra.
Ógleymanlegt Ólympíumót fatlaðra
Ég er mjög stolt af árangri
okkar fólks og glæsilegri
framkomu. Allur hópurinn var
landi og þjóð til mikils sóma og
við munum án efa fá að fylgj-
ast með enn frekari afrekum
þessara einstaklinga á kom-
andi mótum.
JÓHANNA SIGURÐ-
ARDÓTTIR
Án hvíts sykurs
Án sætuefna
Með agavesafa
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
3
38
2
0
9/
08
KEA skyrdrykkur fyrir heilbrig ðan lífsstíl