Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 25. september 2008 33 ...www.rannis.is/visindavaka Þátttakendur á Vísindavöku 2008 Háskóli Íslands • ReykjavíkurAkademían • Hafrannsóknastofnunin • Össur hf. • Nimblegen • Listaháskóli Íslands • Matís • Háskólinn á Bifröst Hjartavernd • Hexia, Síminn og Nuance • Hafmynd • Jardin Botanique - Strasbourg France • Landbúnaðarháskóli Íslands • KINE Laxfiskar • Veðurstofa Íslands • ÍSOR - Íslenskar orkurannsóknir • Nýsköpunarmiðstöð Íslands • Náttúrufræðistofnun Íslands Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness • Háskólinn í Reykjavík • MIRRA • Háskólinn á Akureyri RHA - Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri • RES - Orkuskólinn • Rannís MENNTAMÁLA RÁÐUNEYTIÐ IÐNAÐAR RÁÐUNEYTIÐ Allir velkom nir!Láttu sjá þig HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 25. september ➜ Kvikmyndir RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í dag og mun standa til 5. okt. Nánari upplýsingar á www. riff.is. ➜ Tónleikar 19.45 Buff leikur í Viðeyjarstofu órafmagnaða tónlist. Miðinn kostar 2000.- og er ferjutollur innifalinn. Hægt er að tryggja sér miða á www.elding.is. Sætafjöldi er tak- markaður. Farið er frá Skarfabakka kl. 19.45 og komið til baka kl.22.00. ➜ Útgáfutónleikar 21.00 Sökudólgarnir halda út - gáfu tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Fyrirlestrar 17.00 Ísland er ekki líkt tunglinu Ingólfur Ásgeir Jóhannesson flytur hugleiðingar um þjálfun tunglfara á Íslandi.Akureyrar- Akademían, Þór unn- arstræti 99, Akur- eyri. ➜ Uppákomur 20.00 KINKI - Skemmtikraftur að sunnan. Einsöngleikur Lýðveldis- leikhússins um skemmtikraftinn Kinki Geir Ólafsson verður sýndur í tónlist- arhúsinu Salnum, Hamraborg 6. ➜ Tónlist 20.00 Markus Zahnhausen blokk flautuleikari heldur tónleika í Skálholtsdómkirkju. Að auki koma fram Hrólfur Sæmundsson barítón- söngvari og Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona sem flytja ásamt Hilmari Erni Agnarssyni íslensk lög. Skálholtsdómkirkjan, Skálholti. ➜ Myndlist Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir akrýlmyndir á Hrafnistu, menningar- sal á 1. hæð. Sýningin er opin alla daga og stendur til 10. nóv. Hrafnista, Hafnarfirði. ➜ Viðburður 20.00 Stefnumót hönnuða og bænda Nemendur og kennarar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hafa unnið í samstarfi við Matís ohf, Gunnar Karl Grétarsson og Örvar Birgisson, að þróun nýrra afurða fyrir íslenska bændur. Afrakstur sam- starfsins er kynnt í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Skrímslapest er fjórða bókin um skrímslin tvö sem eiga sér ótal aðdáendur í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Svíþjóð og Færeyjum. Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal skapa þessar skemmtilegu, fyndnu en jafn- framt lærdóms- ríku sögur sem allir krakkar ættu að hafa gaman af. Þegar stóra skrímslið fær skrímslapest heimsækir litla skrímslið auðvitað vin sinn. En mikið er erfitt að gera stóra skrímslinu til hæfis þegar það er lasið! Nú reynir sannarlega á vináttuna. Fyrsta bókin, Nei! Sagði litla skrímslið, hlaut Dimmalimm – Íslensku mynd- skreytiverðlaunin og Stór skrímsli gráta ekki var sæmd Barnabókaverð- launum menntaráðs Reykjavíkur. Mál og menning gefur út. Smásagnasafnið At og aðrar sögur geymir sextán nýjar og spenn- andi draugasögur sem ætlaðar eru lesendum frá 9 ára aldri og kemur út í tengslum við alþjóðlegu barnabókahátíð- ina Draugur úti í mýri, sem haldin var í Norræna húsinu nú í september. Bókin er afrakstur smá- sagnasamkeppni sem Forlagið og barnabókahátíð- in Mýrin stóðu fyrir fyrr á þessu ári. Alls bárust 106 sögur í samkeppnina og úr þeim valdi dómnefnd þrjár til að verðlauna og þrettán til viðbótar til birtingar í bókinni. Fyrstu verð- laun hlaut sagan At eftir Guðmund Brynjólfsson, Rauð húfa eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur hafnar í öðru sæti og Allra sálna messa eftir Iðunni Steinsdóttur í því þriðja. Aðrar sögur í bókinni eru ýmist eftir þekkta höfunda eða nýliða. Mál og menning gefur út. Síðan tónskáldið Sergei Prokofief samdi söguna um Pétur og úlfinn fyrir Barnaleikhúsið í Moskvu árið 1936 hefur hún heillað börn og full- orðna um allan heim. Pétur býr í litlu húsi með garði í kring. Utan garðs- ins er stórt grænt engi og lengra er dimmur skógur. Pétur má ekki fara út úr garðin- um. Það er harðbannað. Afi hans segir að úlfurinn geti komið og hann er hættulegur. Hér birtist þessi sígilda saga á nýjan leik en með myndum úr vinsælum brúðuleik sem Bernd Ogrodnik hefur sýnt í Þjóðleik- húsinu og leikskólum víðs vegar um landið. Myndvinnsla og hönnun var í höndum Kristínar Maríu Ingimars- dóttur.Íslensk þýðing er eftir Birnu G. Bjarnleifsdóttur. Mál og menning gefur út. NÝJAR BÆKUR FYRIR BÖRN Ekvadorsk menningarhátíð verð- ur haldin í Kópavogi dagana 4.-11. október næstkomandi. Eitt aðalat- riði hátíðarinnar verður skemmti- leg fjölskyldusýning dansflokks- ins Jacchigua, sem er ekki aðeins frægur í Ekvador heldur þekktur um allan heim fyrir fjörlegar og litaglaðar danssýningar sýnar. Í Jacchigua eru um þrjátíu dansarar, auk fimm manna hljóm- sveitar. Flokkurinn hefur meðal annars ferðast um heiminn á vegum Sameinuðu þjóðanna og dansað á stórum hátíðum. Hópur- inn kom til að mynda fram við setningu heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu árið 2006. Sýningar Jacchigua verða í Salnum í vikunni 4.-11. október, en miðasala á þær er þegar hafin hjá miðasölu Salarins og á www. midi.is. - vþ Dansar frá Ekvador JACCHIGUA AÐ STÖRFUM Litagleði ein- kennir þennan dansflokk frá Ekvador.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.