Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 36
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● vísindavaka 2008 Háskólinn í Reykjavík verður með fimm sýningarbása á Vísindavöku Rannís í Hafnarhúsinu næstkom- andi föstudag. Meðal þess sem sýningargest- ir fá að kynnast er hvernig fiskar geta aðstoðað okkur við að skilja svefn og hvernig hægt er að nota óhreinni og ódýrari kísil í sólarraf- hlöðum heldur en nú er gert. Sýningargestir fá að kynn- ast augnskanna – á hvað ert þú að horfa? Augnskanni fylgir auga þínu til dæmis þegar þú horfir á auglýs- ingar og er hægt að sjá að hverju athygli þín beinist. Einnig verð- ur boðið upp á smökkunartilraun – segja bragðlaukarnir þínir rétt frá? Kynning verður á lögfræðiþjón- ustu Háskólans í Reykjavík sem er í samstarfi við Alþjóðahús auk þess sem sýningargestum gefst kost- ur á að reyna við lögfræðigetraun. Boðið verður upp á hreyfigrein- ingu og mælingar og kynning verð- ur á mannlegum vitverum í sýndar- heimum ásamt því að gervigreind- arforrit verður til sýnis. Fab Lab smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar er í Vestmannaeyjum en vonir standa til að hægt verði að opna fleiri slíkar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynn- ir Fab Lab-smiðjuna, sem er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðv- ar og MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Í Fab Lab getur almenning- ur komist í tæri við nýjustu tækni og búið til allt milli himins og jarðar, til dæmis tölv- ur og önnur raftæki, reiðhjól, skilti, plast- leikföng og jafnvel kanóa. Fab Lab er því sann- kölluð framköll- unarstofa fyrir hugmyndir en hún er opin öllum, ungum sem öldnum, ein- staklingum og fyrir- tækjum. Fab Lab á Ís- landi er ætlað að skapa vettvang fyrir nýsköp- un og auka tæknilæsi al- mennings og þekkingu á stafrænum framleiðslu- aðferðum í iðnaði. Fab Lab-smiðja Nýsköpunar- miðstöðvar er í Vest- mannaeyjum en vonir standa til að hægt verði að opna fleiri slík- ar um landið á næstu miss- erum. Framköllunarstofa fyrir hugmyndir Háskólinn í Reykjavík verður með fimm sýningarbása á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur , Hafnarhúsinu. MYND/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Fjölbreytni hjá HR Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi, þar sem nokkrir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar munu kynna rannsóknir sínar. Markmiðið með Vísindakaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum á mannamáli. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi, þar sem nokkrir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar kynna rannsóknir sínar. Markmiðið með Vísinda- kaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum á mannamáli. Vísindakaffið er haldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Þar kynna vísinda- menn á ýmsum fræðasviðum rann- sóknir sínar sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverð- ar fyrir fólk á öllum aldri. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að því hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra. Stjórnandi Vísindakaffikvöldanna er Davíð Þór Jónsson. Nú þegar hafa verið kynnt þrenn viðfangsefni. Mánudaginn 22. september fjallaði Dr. Clar- ence E. Glad, sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkuraka- demíunni, um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um mein- læti, skírlífi, fjölskyldulíf og sam- skipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni. Bar fyrirlestur- inn yfir skriftina „Líkami og losti á upphafsöldum kristni“. Þriðju- daginn 23. september fjölluðu Aly- son Bailes og Silja Bára Ómars- dóttir frá Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands um öryggismál út frá nýju sjónarhorni undir yfirskrift- inni „Hver á að passa mig?“. Mið- vikudaginn 24. september köfuðu síðan fimm fræknar konur ofan í snjófljóð og undir jarðskorpuna og veltu upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara. Konurnar voru: Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sál- fræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir, frá Mið- stöð í lýðheilsuvísindum við HÍ, og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfull- trúi í Mosfellsbæ. Í kvöld verður síðasta vísinda- kaffi þessa árs: „Má bjóða þér slát- urtertu og rabarbarakaramellur?“ Þar munu Sigríður Sigurjónsdótt- ir, prófessor við Listaháskóla Ís- lands, Brynhildur Pálsdóttir vöru- hönnuður og Guðmundur H. Gunn- arsson frá Matís kynna frumlegar og girnilegar nýjungar sem þróað- ar voru í rannsóknasamstarfi við bændur. Vísindakaffi Rannís 2008 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var formlega sett á stofn í maí 2008 við Háskóla Íslands í sam- vinnu við Ningbo-háskóla í Kína. Stofnunin kynnir starfsemi sína á Vísindavöku 2008 en hún felst einkum í ýmiss konar fræðslu- starfsemi um kínverska tungu og menningu. Lausleg dag- skrá komandi vetrar verður þar kynnt. Í tilefni af kínverskri mið- haustshátíð sem nú fer fram verð- ur boðið upp á kínverskar mána- kökur og listakonan Li Zhiling mun sýna og gefa málverk sín. Konfúsíus – kínversk menning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.