Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 12
12 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið LITADÝRÐ Skrautlegt fiðrildi tyllir sér á blóm í dýragarði í Hyderabad í Ind- landi. MYND/AP STJÓRNSÝSLA „Það verða nánast öll ríki heimsins fyrir utan örfá smá- ríki með í sýningunni,“ segir Hreinn Pálsson framkvæmda- stjóri vegna þátttöku Íslands í Heimsýningunni í Sjanghaí árið 2010. Síðast voru Íslendingar með eigin skála á Heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi árið 2000. Bein framlög íslenska ríkisins til þeirrar sýningar námu um 500 milljónum króna framreiknað til verðlags í dag. Í Aichi í Japan var Ísland hins vegar í sameiginlegum skála með Norðurlöndunum og þá var kostnaður ríkisins margfalt minni, eða 57 milljónir á verðlagi þess tíma. Slíkt fyrirkomulag kom ekki til greina að þessu sinni af hálfu frændþjóða okkar og því verða Íslendingar út af fyrir sig í leiguskála í Kína. Hreinn segir gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna Sjanghaí fari ekki yfir 450 milljónir króna. Það er svipuð upphæð og í Hann- over. Þar fyrir utan eru framlög ýmissa stórfyrirtækja og hugsan- lega Reykjavíkurborgar sem eiga að brúa bilið upp í rúmlega 600 milljóna króna heildarkostnað. „Þessi sýning felur í sér mjög stórt markaðstækifæri. Fyrir okkur Íslendinga á það sérstaklega við í sambandi við orkumál og ferðaiðn- að,“ segir Hreinn sem bendir á að Kínverjar ábyrgist að gestir á sýn- ingunni verði samtals 70 milljónir frá því í maí fram í október. Það geri um 380 þúsund manns á dag að meðaltali á sýningarsvæðinu. - gar Kostnaður við heimssýningu miklu hærri en síðast: Dýrkeyptur aðskilnaður SJANGHAÍ Ein mesta viðskiptaborg Asíu er Sjanghaí í Kína sem verður vettvangur fyrir næstu heimssýningu eftir tvö ár. MYND/AP NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa bannað kjarnorkueftirliti Sameinuðu þjóðanna að skoða aðalkjarnaofn landsins. Auk þess hyggjast Norður-Kóreumenn ræsa á ný kjarnorkuver sem áður útvegaði plútón í kjarnorkuvopnatilraunir þeirra. Þetta fullyrti Mohammed ElBaradei, yfirmaður kjarnorku- eftirlitsins, í gær. Allt bendir því til þess að Norður-Kóreustjórn sé hætt að sýna samningsvilja gagnvart Bandaríkjunum og öðrum ríkjum, en þó gæti verið að hún geri þetta til að beita Bandaríkin þrýstingi. - gb Norður-Kóreustjórn: Eftirlitsmenn reknir burt JAPAN, AP Íhaldsmaðurinn Taro Aso tók í gær við forystu japönsku ríkisstjórnarinnar eftir að þingið staðfesti kjör hans í embætti for- sætisráðherra. Aso lofaði þegar í stað „neyðarráðstöfunum“ til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Hinn 68 ára gamli Aso er fyrr- verandi utanríkisráðherra og einn af „haukunum“ í stjórnarflokkn- um, Frjálslynda lýðræðisflokkn- um. Hann var kjörinn formaður flokksins fyrr í vikunni eftir að Yasuo Fukuda sagði óvænt af sér eftir aðeins ár í embætti flokks- leiðtoga og forsætisráðherra. Flokksmenn binda þær vonir við Aso að hann geti rifið flokkinn upp úr þeirri lægð sem hann er í áður en boðað yrði til kosninga sem talið er líklegt að Aso vilji gera fljótlega, jafnvel fyrir áramót. Aso skipaði gamalkunna flokks- jálka í helstu stöður í ríkisstjórn- inni til að styrkja ímynd ábyrgðar og stöðugleika. „Við verðum að taka efnahags- málin föstum tökum, þar með talið grípa til neyðarráðstafana,“ sagði Aso á fyrsta blaðamannafundin- um eftir valdatökuna. Hann hét því enn fremur að Japan myndi undir sinni stjórn halda áfram að leggja hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi lið með því að halda úti flotadeild í Indlandshafi, þrátt fyrir tilraunir stjórnarandstöðunnar til að binda enda á það. - aa Efnahagsmál í brennidepli við leiðtogaskipti í japönsku ríkisstjórninni: Aso boðar neyðarráðstafanir TARO ASO Tók við embætti for- sætisráðherra Japans Frjálslyndi fl okkurinn Nútíð og framtíð Reykjavíkurfélög Frjálslynda fl okksins boða til fundar á Grand Hótel, Reykjavík, fi mmtudaginn 25. september nk. kl. 20:00. Allir félagsmenn Frjálslynda fl okksins eru hvattir til að mæta. Framsögumenn: Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður og formaður fl okksins Jón Magnússon, alþingismaður Síðan fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Tryggvi Agnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.