Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 16
16 25. september 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Íslandspóstur FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Íslandspóstur, sem er hlutafélag í eigu ríkisins, hefur endurskilgreint hlut- verk sitt til að takast á við fjölbreytt verkefni á sam- keppnismarkaði. Forstjóri fyrirtækisins og ráðherra samgöngumála fullyrða að einkaleyfisrekstur og samkeppnisrekstur fyr- irtækisins rekist ekki á. Einkageirinn gagnrýnir aukin umsvif hart á sama tíma og Samkeppniseftirlit- ið rannsakar fyrirtækið að eigin frumkvæði. Íslandspóstur hyggur á sókn á flutninga- og samskiptamarkaði og hefur endurskilgreint hlutverk sitt og starfsemi frá því að sinna almannaþjónustu að stærstum hluta. Ráðist hefur verið í bygg- ingu tíu pósthúsa á landsbyggð- inni sem eru sérhönnuð með þarf- ir flutningafyrirtækis í huga og gagngerar endurbætur verða gerðar á sex öðrum í sama til- gangi. Kostnaður er áætlaður rúmlega milljarður króna. Gagnrýni einkageirans Í ársskýrslu fyrirtækisins árið 2007 kemur fram að tilgangurinn með húsunum sé að „auka mögu- leika fyrirtækisins til muna til sóknar á flutningamarkaði og öðrum tengdum mörkuðum“. Ingi- mundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, segir eina af ástæð- unum vera að gera fyrirtækið hæfara til að takast á við afnám einkaréttar sem fram undan er 2011 og efla fyrirtækið til að tak- ast á við þá breytingu. Hann telur skiljanlegt að menn spyrji sig hvort eðlilegt sé að verja rúmum milljarði til að byggja upp flutn- ingaþjónustu hjá fyrirtæki í ríkis- eigu en hann telur ekki víst að flutningaþjónusta Íslandspósts hamli starfsemi einkarekinna fyrirtækja. Innanlandsdeildir tveggja stærstu flutningafyrirtækja landsins, Eimskips og Samskipa, hafa skrifað Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna upp- byggingar og rekstur Íslands- pósts þar sem farið er fram á lið- sinni fyrirtækjanna til að rétta hlut þeirra gagnvart ríkisfyrir- tækinu. Á það er bent að umsvif fyrirtækisins sé langt umfram það sem getur talist eðlilegt þegar litið er til lögbundins hlutverks þess í almannaþjónustu. Jörundur Jörundsson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, sagði í viðtali við Fréttablaðið að það væri að hans mati með öllu ótækt að þurfa að keppa við ríkisfyrirtæki og að skattfé landsmanna sé nýtt til að niðurgreiða samkeppni. Viðskiptaráð Íslands mælir með því að fyrirtækið verði selt enda séu rekstrarforsendur þess brostnar. Í greiningu á fyrirtæk- inu eru yfirvöld dregin til ábyrgð- ar fyrir óljósa markmiðasetningu fyrirtækisins sem endurspeglist í samþykktum þess. Skilgreining á tilgangi og hlutverki félagsins fari langt umfram þjónustuþætti sem með réttu ættu að heyra undir hið opinbera. Ef eignarhaldið verði óbreytt verði að þrengja heimildir fyrirtækisins til að beita sér í samkeppnisrekstri. Eðlileg uppbygging? „Já, þetta er eðlilegt enda ekkert sem bannar opinberu hlutafélagi að stunda svona atvinnustarfsemi, enda er hún stunduð á frjálsan og eðlilegan hátt. Einkaleyfishlutan- um er haldið aðskildum frá þess- um rekstri,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra spurð- ur hvort eðlilegt sé að hlutafélag í ríkis eigu beiti sér í samkeppni við einkarekin fyrirtæki á flutninga- markaði. Hann hafnar því að einkaleyfi fyrir tækisins sé nýtt til að niðurgreiða samkeppnisrekst- ur. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur hins vegar sett stórt spurn- ingarmerki við samkeppnisrekst- ur Íslandspósts og ekki síst vegna þess að áætlanir eru uppi um að auka hann til muna. „Ég tel að þessi breyting, eins og hún horfir við mér, krefjist skýringar.“ Skýringar samgönguráðherra á uppbyggingu Íslandspósts er að um eðlilega þróun fyrirtækisins til framtíðar sé að ræða. Hann segir uppbyggingu Íslandspósts heldur ekki hamla rekstri einka- rekinna fyrirtækja og hafnar þeirri gagnrýni alfarið að verið sé að nýta skattfé almennings til að niðurgreiða samkeppni og byggja upp flutninga fyrirtæki á vegum ríkisins. Á það er hins vegar bent að hagnaður Íslandspósts af bréfa- pósti sem varinn er einkarétti hefur lækkað úr tæpum 300 millj- ónum árið 2004 niður í ellefu millj- ónir í fyrra, þrátt fyrir að gjald- skrár hafi verið hækkaðar umfram kostnað á tímabilinu. Gjaldskrá fjölpósts, þar sem fyr- irtækið er í harðri samkeppni við einkaaðila, hefur á sama tíma ekki hækkað neitt þrátt fyrir að dreif- ing bréfa og fjölpósts byggi á sama dreifikerfi. Þetta misræmi vildi forstjóri Íslandspósts ekki skýra þegar eftir því var leitað af Fréttablaðinu. Samkeppniseftirlitið hefur fyrir nokkru hafið rannsókn á því hvort Íslandspóstur hafi brotið tvær aðskildar greinar samkeppn- islaga. Um er að ræða 11. grein sem fjallar um bann við misnotk- un fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu og 14. grein um fjárhagsleg- an aðskilnað. Þessi aðgerð, sem er að frumkvæði stofnunarinnar, vekur athygli á meðan samgöngu- ráðherra ver starfsemina stað- fastlega með þeim rökum að engir árekstrar séu á milli einkaleyfis- og samkeppnishluta rekstursins. Sala Niðurstaða Viðskiptaráðs í úttekt á Íslandspósti er í raun að stjórn- endur fyrirtækisins vinni einfald- lega innan þeirra heimilda sem stjórnvöld hafa ákveðið. Þau beri ábyrgð á því að Íslandspóstur hefur þróast frá upphaflegu hlut- verki sínu og sé boðflenna á sam- keppnismarkaði. Atvinnulífið, og þeir sem vilja að þjónusta í almannaþágu eigi að vera hryggstykkið í rekstri félags- ins, krefst þess að gripið verði inn í en samgönguráðherra hafnar því. Eftir stendur spurningin hve- nær fyrirtækið verður selt sem er pólitískt álitamál sem hefur ekki verið rætt í ríkisstjórn og virðist því ekki vera á dagskrá á næst- unni. Íslandspóstur umdeildur PÓSTURINN Einkaaðilar gagnrýna samkeppnisrekstur Íslandspósts hart og segja umfang fyrirtækisins margfalt miðað við lögbundið hlutverk þess í almannaþjón- ustu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR RÉTTINDI OG SKYLDUR ÍSLANDSPÓSTS Samþykkt var á hluthafafundi 29. ágúst 1997 að skipta Pósti og síma hf. upp í tvö sjálfstæð hlutafélög. 27. desember sama ár var stofn- fundur Íslandspósts haldinn og hinn hlutinn nefndur Landssími Íslands. Íslandspóstur fer með einkarétt ríkisins á ýmiskonar þjónustu og þarf einnig að sinna svokallaðri alþjónustu. Einkaréttur ríkisins: Íslandspóstur fer með einkarétt ríkisins á dreifingu almennra bréfa undir 50 grömmum ásamt uppsetn- ingu, reksturs póstkassa og útgáfu frímerkja. Alþjónusta Íslandspósti ber skylda til að inna af hendi ákveðna þjónustu um allt land; dreifingu á bréfum með utanáskrift, dreifingu á mark- pósti, uppsetningu og tæmingu á póstkössum, ábyrgðarsendingar, fjármunasendingar og böggla- sendingar. Fyrirtækinu ber einnig skylda til að sýna viðskiptaskilmála sína og gjaldskrá á gagnsæjan hátt samkvæmt starfsleyfi. Kastljós fjölmiðla hefur beinst mjög að ensku Úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðustu vikur í kjölfar kaupa Abu Dhabi United Group á Manchester City. Deildin nýtur gríðarlegra alþjóðlegra vinsælda og eru hæfileikaríkustu leik- menn hennar tíðir gestir á síðum slúðurtímarita um heim allan. Hver er uppruni ensku Úrvalsdeildarinnar? Almennt er talið að enska knattspyrnan hafi verið í slæmu ástandi um miðjan níunda áratuginn. Leikvangar margra liða voru að hruni komnir, fótboltabullur riðu húsum og ensk félagslið voru útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum í kjölfar Heysel-slyssins árið 1985, þar sem 39 áhorfendur létust á pöllunum í úrslitaleik Liverpool og Juventus í Evrópukeppni meistaraliða. Gamla enska 1. deildin, sem hafði gegnt hlutverki æðsta stigs enskrar knattspyrnu síðan 1888, komst ekki með tærnar þar sem Serie A á Ítalíu og La Liga á Spáni höfðu hælana hvað varðaði aðsókn á leiki og auglýsinga- og sölutekjur. Auk þess höfðu þó nokkrir af bestu leikmönnum Englands flutt sig um set og léku með félagsliðum víða í Evrópu. Upp úr 1990 hóf að rofa til. Enska landsliðið komst í undanúrslit á HM á Ítalíu, banninu frá Evrópukeppnum var aflétt og leikvangar voru bættir stórlega í kjölfar Hillsborough-slyssins árið 1989, þar sem 96 aðdáendur Liverpool tróðust undir vegna bágra aðstæðna á heima- velli Sheffield Wednesday. Frá 1988 til 1991 stóðu yfir viðræður meðal forystumanna 1. deildar liðanna um aðgerðir sem myndu tryggja meira peningaflæði í deildina. Ekki voru allir á eitt sáttir í fyrstu, og fór svo að tíu lið hótuðu því að ganga úr 1. deildinni og stofna svokallaða „ofurdeild“. Úr því varð ekki, en viðræður héldu áfram og skiluðu sér í stofnun Úrvalsdeildarinnar árið 1992. Lykilatriði í stofnun deildarinnar var að félögunum í nýju deildinni yrði tryggt sjálfstæði frá enska knattspyrnu- sambandinu til að gera sína eigin sjónvarps- og auglýsingasamninga. Það þótti nauðsynlegt til að ensk lið gætu að nýju keppt um leikmenn og Evróputitla við bestu lið álfunnar. Hvaða félög og leikmenn hafa einkum stað- ið upp úr í Úrvalsdeildinni? Úrvalsdeildin er á sínu sautjánda starfsári. Aðeins fjögur lið hafa staðið uppi sem sigurveg- arar á þeim tíma. Manchester United hefur oftast allra liða sigrað í deildinni, eða tíu sinnum alls. Arsenal hefur þrisvar unnið, Chelsea tvisvar og Blackburn Rovers einu sinni, vorið 1995. Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur verið í sigurliðinu tíu sinnum og er því sigursælasti leikmaður Úrvalsdeildarinnar. Alan Shearer, sem lék fyrst með Blackburn og svo með Newcastle í Úrvalsdeildinni, er markahæsti leikmaður deildarinnar með 260 mörk. Á hæla hans koma Andy Cole, Thierry Henry, Robbie Fowler og Les Ferdinand. FBL-GREINING: ENSKA ÚRVALSDEILDIN Í KNATTSPYRNU Nýtur mikilla vin- sælda um heim allan Íslensku Sjávarútvegssýninguna Official Freight Carrier Organiser Awards Sponsor International Publcation Official Airline
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.