Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 32
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR2 Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness stendur fyrir kynningu á starfsemi sinni á Vísindavökunni 2008. Ef veður leyfir mun verða boðið upp á stjörnuskoðun fyrir utan Hafnarhúsið. Stjörnuskoðun nýtur vaxandi vin- sælda hér á landi enda sífellt fleiri sem hafa eignast stjörnusjón- auka. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarn- arness stendur fyrir kynningu á starfsemi sinni og þessu stór- skemmtilega áhugamáli á Vísinda- vökunni 2008. Félagsmenn munu gefa góð ráð um hvernig best sé að skoða stjörnuhimininn, hvað hægt sé að sjá með berum augum, handsjónauka og stjörnusjónauka. Einnig fá áhugasamir fræðslu um allt það nýjasta í stjörnu- fræði. Ef veður leyfir munu fé- lagar í Stjörnuskoðunarfélaginu bjóða gestum og gangandi upp á stjörnuskoðun fyrir utan Lista- safn Reykjavíkur. Skoðum saman stjörnuhimininn Veðurstofa Íslands býður gestum Vísindavöku að blása á vindmæli og styrkurinn er sýndur á litlum skjá. Á síðustu Vísindavöku náðu tveir gestanna hátt í fjórtán metrum á sekúndu og verður fróðlegt að sjá hvort einhver slær það met. Þess má geta að það er orðið nokkuð erf- itt að hjóla á móti vindi sem er tíu metrar á sekúndu eða meira. Veðurstofan mun að sjálfsögðu einnig birta veðurspá, en þær er hægt að birta á ýmsu formi. Sýnd- ar verða veðurspár með Google Earth en einnig spár á vefsetri Veð- urstofunnar, til dæmis veðurþátta- spár sem felast í því að fólk getur skoðað rigningarspána næstu daga eða hversu vindasamt á að verða í vikunni. Síðan er auðvitað hægt að skoða hversu hlýtt eða kalt á að verða á næstunni. Loks verður athygli vakin á jarðskjálftum og jarðskjálftarann- sóknum og er skemmst að minn- ast stóru skjálftanna frá í vor. Á vef setri Veðurstofunnar er hægt að fylgjast grannt með hvar skjálftar verða og hversu öflugir þeir eru. Jarðskjálftarnir eru sýndir á korti af Íslandi og síðan má skoða ná- kvæma staðsetningu þeirra í töflu og hversu mörg stig á Richter- kvarða þeir voru. Hversu mikinn vindstyrk hefur þú? Oft blæs hressilega á Herjólf. Skyldi einhver komast í hálfkvisti við úthafsvindana? MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Á Veðurstofu Íslands er fylgst með veðri og vindum en einnig fara þar fram mikil- vægar jarðskjálftarannsóknir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Vísindi byggja á því að spyrja spurninga og þáttur spurninga í rannsóknum verður það sem Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst leggur áherslu á. Á Vísindavökunni í ár mun Há- skólinn á Bifröst leggja áherslu á eina skemmtilegustu spurninguna sem Rannsóknasetur verslunar- innar hefur spurt undanfarin ár: „Hver verður jólagjöfin í ár?” Þetta er auðvitað leyndarmál sem þú segir engum frá – en bás Bifrestinga verður færður í jóla- búning og gestir og gangandi taka þátt í könnuninni um hver jólagjöf- in í ár verður. Sá sem getur upp á því fær verðlaun í lok desember. Háskólinn á Bifröst Háskólinn á Bifröst mun leggja áherslu á eina af skemmtilegri spurningum sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur spurt undanfarin ár: „Hver verður jólagjöfin í ár?“ Sá sem getur upp á réttu svari fær verðlaun í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Vísindavaka 2008 verður haldin föstudaginn 26. september i Lista- safni Reykjavíkur Hafnarhúsi frá kl. 17 til kl. 22. Dagurinn er tileink- aður evrópskum vísindamönnum og haldinn hátíðlegur í helstu borg- um Evrópu. Markmiðið með Vísindavöku og atburðum henni tengdum er að færa vísindin nær almenningi, kynna fólk- ið á bak við rannsóknirnar og vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísinda- starfs í nútímasamfélagi. Í aðdraganda Vísinda- vökunnar verður hellt upp á hið sívinsæla Vísinda- kaffi þar sem vísindamenn koma og kynna við- fangsefni sín fyrir gestum. Á Vísindavöku er fullt af fróðleik fyrir fólk á öllum aldri. Þar kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknarverkefni fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða afurðir verkefna og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísinda og tækni fyrir börnum og unglingum, en ungt fólk er sérstaklega velkomið á Vísinda- vöku. Á Vísindavöku verða veitt verðlaun fyrir teiknisamkeppni barna og ljósmyndasamkeppni unga fólksins þar sem þemað var „Vísindi í dag- legu lífi“ og verða allar myndirnar sem bárust til sýnis á Vísindavök- unni. Einnig verður veitt árleg viðurkenning Rannís fyrir framlag til Vísindamiðlunar. Stuðningsaðilar Vísindavöku eru sjöunda rannsóknaáætlun ESB, menntamálaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Matís. Vonandi sjá sem flestir sér fært að kíkja í Hafnarhúsið og spjalla við vísindamenn og skoða það sem fyrir augu ber á Vísindavöku. Enginn aðgangseyrir er og allir eru velkomnir. Aðalheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindavöku 2008 og sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís LEIÐARI VERKEFNASTJÓRA: Vísindin lifna við á Vísindavöku Útgefandi: Rannsóknarmiðstöð Íslands - RANNÍS l Heimilisfang: Laugavegi 13, 101 Reykjavík Netfang: rannis@rannis.is l Ritstjóri: Hrefna Sigurjónsdóttir l Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Jónsdóttir Forsíða: Hnotskógur l Auglýsingar: Fréttablaðið/Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir Sími: 512 5462. Í dag stækkar sá markhópur sem gerir kröfur um vörur sem byggj- ast á góðri hönnun, gæðum og rekj- anleika. Með því að tefla saman einni elstu starfsstétt landsins, bændum, og einni yngstu starfs- stétt landsins, hönnuðum, skap- ast spennandi möguleikar og ný tækifæri. Hvað dettur ungum hönn- uði í hug þegar hann fær hakk- aða lifur í hendurnar? Hvernig taka bændur hugmyndum hönn- uðanna og hvert er innlegg mat- vælasérfræðinganna? Nemend- ur og kennarar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands hafa í samstarfi við Matís unnið að þróun nýrra afurða fyrir ís- lenska bændur. Markmið verk- efnisins er að auka virði afurð- anna og stuðla að nýsköpun í ís- lenskum landbúnaði. Verkefnið hófst sem fimm vikna námskeið fyrir nemendur á öðru ári í vöruhönnun við Lista- háskóla Íslands. Nemendur heim- sóttu bónda og kynntu sér fram- leiðslu hans, aðstöðu og þekkingu. Í framhaldinu voru gerðar tillögur að nýrri framleiðsluvöru fyrir bóndann. Á þessu stigi var um samstarf við fjóra bændur að ræða. Mikil ánægja og áhugi almennings varð til þess að ákveðið var að halda áfram með verkefnið og velja tvær afurðir árlega til að fullþróa og koma á markað. Fyrsta upp- skera verkefnisins leit dagsins ljós nú í haust, sláturtertan sem fáanleg verður næsta sumar á veitingastaðnum Fjalladýrð í Möðrudal á Fjöllum, og rabar- barakaramellan sem fáanleg verður í sérverslunum og beint frá bænum Löngumýri á Skeið- um. Samstarfsbændur verkefn- isins árið 2008 eru þau Elísa- bet Kristjánsdóttir og Vilhjálm- ur Vernharðsson á Möðrudal á Fjöllum og Dorothee Lubecki og Kjartan Ágústsson á Löngumýri á Skeiðum. Sláturtertur og rabarbarakaramellur Aðalheiður Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísinda- vöku og sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís. ● vísindavaka 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.