Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 69
FIMMTUDAGUR 25. september 2008 43 Hljómsveitin Andrúm er búin að vera starfandi í þrjú ár, en Andvak- ar er hennar fyrsta plata. Hún er sex laga, en samt rúmar 48 mínútur að lengd. Lengstu lögin eru yfir tíu mínútur að lengd. Tónlist Andrúms er þungt og þróað rokk í klassískum stíl. Áhrif frá stórsveitum áttunda áratugar- ins eru augljós. Mikið er lagt í upp- byggingu laganna, þau eru kafla- skipt og sveitin sýnir tilþrif bæði í hljóðfæraleik og söng. Fyrsta lagið, titillag plötunnar Andvakar, er undir miklum Pink Floyd-áhrifum og áhrifa frá þeirri ofursveit gætir einnig í spilamennskunni í fimmta laginu, Pictures. Andvakar er um margt virkilega vel heppnuð plata. Hún gengur algerlega upp, sem er meira en hægt er að segja um margar plötur. Lögin eru vel samin, útsett og flutt og hljómurinn er góður. Umslagið er líka flott. Þrátt fyrir allt þetta nær þessi tónlist aldrei að koma manni á óvart. Hún hljómar kunnug- lega – of kunnuglega til þess að platan komist í fyrsta flokk. Það breytir því ekki að Andrúm er greinilega mjög öflug sveit og það verður gaman að sjá hvaða stefnu hún tekur á næstu plötum. Trausti Júlíusson Þungt og þróað TÓNLIST Andvakar Andrúm ★★★ Lögin á Andvakar eru vel samin, útsett og flutt, en tónlistin nær samt ekki að koma manni á óvart. Engu að síður mjög efnileg sveit. Hljómsveitin Skátar ætlar í tón- leikaferð um landið í október ásamt Bloodgroup, Dlx Atx og Sykri. Fyrstu tónleikarnir verða í Mennta- skólanum á Egilsstöðum hinn 8. október. Skátar koma einnig fram á tón- listarhátíðinni Swn Festival í Wales í nóvember og spila þar ásamt sveitum á borð við Clinic og Young Marble Giants. Það var útvarps- maðurinn Huw Stephens hjá BBC Radio 1 og BBC Wales sem bauð Skátum að spila en hann var afar hrifinn af síðustu plötu sveitarinn- ar, Ghost of the Bollocks to Come. Ný smáskífa frá Skátum, Goth báðum megin, er svo væntanleg 2. október á vínyl og í formi niðurhals á síðunni Grapewire.net. Verður útgáfunni fagnað á Kaffibarnum sama dag. Skátar í tónleikaferð SKÁTAR Hljómsveitin Skátar er á leiðinni í tónleikaferð um landið ásamt Blood- group, Dlx Atx og Sykri. TÓNLEIKAFERÐ SKÁTA 8. október 2008 - Menntaskólinn, Egilsstaðir m. Bloodgroup 9. október 2008 - Hraunsnef, Borgarfirði m. Bloodgroup & Dlx Atx 10. október 2008 - Edinborgarhúsið, Ísafirði m. Bloodgroup & Dlx Atx 11. október 2008 - Græni hatturinn, Akureyri m. Bloodgroup & Dlx Atx 14. október 2008 - Flensborg, Hafnarfirði m. Bloodgroup & Sykri 15. október 2008 - Paddy’s, Keflavík m. Bloodgroup, Dlx Atx & Sykri 18. október 2008 - Iceland Airwaves Það er nóg að gerast hjá Árna Plúseinum. Hljóm- sveit hans, FM Belfast, gefur út fyrstu plötu sína á næstunni en hann hefur samt fundið tíma til að senda frá sér sólóplötu. Tónlistarmaðurinn Árni Rúnar Hlöðversson, eða Hungry and the Burger, hefur sent frá sér plöt- una Lettuce and Tomato. „Mig vantaði í rauninni nafn yfir helling af lögum sem ég var að gera á þessum tíma,“ segir hann um þetta sólóverkefni. Úr varð nafnið Hungry and the Burger, sem verður að teljast heldur óvenjulegt. „Mig dreymdi að ég hefði verið að borða á veitingastað sem hét þessu nafni,“ segir Árni, sem er einnig þekktur sem Árni Plús- einn, liðsmaður FM Belfast. Platan var samin og tekin upp í Brooklyn þar sem Árni bjó síð- asta vetur. Hann játar að dvöl sín þar hafi haft mikil áhrif á hljóm- inn. „Ég var ekki með neitt af venjulegu hljóðfærunum mínum og þess vegna hljómar hún svolít- ið öðruvísi. Það var eiginlega hluti af verkefninu að nota það sem ég hafði,“ segir hann. „Hljómborðið sem er teiknað framan á plötunni er lítið hljómborð sem ég keypti þarna úti og kostaði tíu dollara. Það er notað í flestum lögunum.“ Að auki komu nokkrir gestir í heimsókn til hans með hljóðfærin sín og spiluðu inn á plötuna, þar á meðal trompetleikarinn Eiríkur Orri. Útkoman er draumkennd plata og seiðandi, með litlum sem engum söng. freyr@frettabladid.is Fann skrýtið nafn í draumi HUNGRY AND THE BURGER Árni Rúnar Hljöðversson, eða Árni +1, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu undir nafninu Hungry and the Burger. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.