Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 70
44 25. september 2008 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarfé- lagið West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, mun að sögn Mihirs Bose, greinarhöf- undar hjá BBC Sport, ætla að setjast að samningaborðinu við borgarstjórann í London um möguleikann á afnotum á Ólympíuleikvanginum í Stratford eftir Ólympíuleikana árið 2012 í London. Ólympíuleikvangurinn, sem nú er í byggingu, var í umræðunni hjá West Ham á tíma Eggerts Magnússonar hjá félaginu en þá gengu viðræður ekki upp. West Ham var svo búið að tryggja sér landsvæði nálægt núverandi leikvangi félagsins, Upton Park, sem var búið að eyrnamerkja undir byggingu á nýjum leik- vangi. En samkvæmt heimildum BBC Sports er Ólympíuleikvang- urinn nú aftur talinn fýsilegri kostur fyrir Austur-Lundúnafé- lagið en viðræður eru skammt á veg komnar. Nokkur Lundúnafélög eru talin renna hýru auga til afnota af Ólympíuleikvanginum en talið er líklegast að West Ham og Tottenham verði eitthvað ágengt í þeim málum. - óþ Nýr heimavöllur West Ham: ÓL-leikvangur aftur í sigtinu? NÝR LEIKVANGUR Björgólfur Guð- mundsson er talinn gera tilkall til Ólympíuleikvangsins í London fyrir West Ham eftir leikana þar í borg árið 2012. NORDIC PHOTOS/GETTY Þá er biðin loksins á enda. Carrie, Samantha, Charlotte og Miranda eru aftur mættar til leiks í bíómyndinni Beðmál í borginni sem gerist fjórum árum eftir að sjónvarps- þáttaserían vinsæla endaði. ÞÆTTIRNIR UM DÓRU LAND- KÖNNUÐ OG VINI HENNAR ERU LITRÍKIR OG FULLIR AF FRÓÐLEIK FYRIR BÖRN Á ÖLLUM ALDRI. HÉR ER AÐ FINNA FYRSTU FJÓRA ÞÆTTINA UM DÓRU. 2299 KR 2299 KR Gildir til 29. september eða á meðan birgðir endast > Magnús loks í Fram Handknattleiksdeildir Akureyrar og Fram náðu loks saman í gær um félagsskipti stórskyttunnar Magnúsar Stefánssonar eftir nokkurt þóf. „Ég er þvílíkt ánægður með að þessu sé lokið og get ekki beðið eftir því að byrja að spila með liðinu,“ segir Magnús í samtali við Frétta- blaðið. Gestur Einarsson, varaformaður handknattleiks- deildar Akureyrar, var einnig sáttur með að málinu væri lokið. „Það er gott að lausn fannst á þessu. Við óskum Magga að sjálfsögðu alls hins besta nema í leikjum á móti okkur,“ segir Gestur á léttum nótum. Gestur staðfesti jafnframt að leit Akureyrarliðsins að nýrri skyttu væri vonandi á enda en erlendur leikmaður verður til skoðunar hjá liðinu um helgina. Guðni Kjartansson hefur verið aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyj- ólfssonar frá því að hann tók við kvennalandsliðinu í ársbyrjun 2007. Guðni er með reyndari þjálfurum Íslands og stjórnaði A-landsliði karla meðal annars í sextán leikjum á sínum tíma. „Ég er aðallega í hugmyndafræði. Ég er búinn að vera í þessu mjög lengi og geri mér oft grein fyrir ýmsu sem gerist í leikjum,” segir Guðni. „Siggi hringir oft í mig og ræðir málin sem er bara eðlilegt. Hann er þannig karakter að hann er alltaf tilbúinn að taka leið- beiningum eða fá hjálp þegar þess þarf. Mitt hlutverk númer eitt, tvö og þrjú er að aðstoða hann við það. Mér finnst það ánægjulegt,” segir Guðni. Það þótti mörgum kannski skrítið að sjá allt í einu Guðna vera kominn á fullt í kvennafótboltann. „Það sem mér finnst ánægjulegast við hann er hvað stelpurnar eru samtaka í því að ná árangri. Þær eru harðar á því að standa sig,” segir Guðna og það er ljóst að andlegi þátt- urinn er liðinu mikilvægur. „Mér finnst stelpurnar einnig vera í betri líkamlegri þjálfun heldur en þær voru hérna áður fyrr.“ Guðni vill að stelpurnar séu ósáttar ef þær komast ekki í byrjunarliðið. „Það á að vera metnaður í að spila í landsliði og það á að vera metnaður að vera í byrjunarliði. Ég hef alltaf sagt að ef þú ert ekki hundfúl yfir því að vera ekki valin í byrjunarliðið þá hefurðu ekkert að gera hérna.“ Leikurinn við Frakka verður erfiður en Guðni sér samt íslenska liðið eiga góða möguleika. „Frakkar eiga að vera betri en við. Þetta er samt bara einn leikur og er eins og bikarleikur. Við sáum það í bikarúrslitunum um helgina. Margir héldu að Valur væri með betra lið en KR í kvennafótboltanum en KR vann. Þetta er nákvæmlega það sama,“ segir Guðni en bætir við: „Ég veit að þetta verður hörkuleikur og ég veit að Frakkar eru hundfúlir með að hafa tapað hérna á móti okkur. Þær gera sér alveg grein fyrir því hvað leikurinn er mikilvæg- ur fyrir þær. Þetta er á þeirra heimavelli og þær vilja vinna þar en við viljum líka vinna.“ GUÐNI KJARTANSSON, AÐSTOÐARÞJÁLFARI KVENNALANDSLIÐSINS: ER AÐALLEGA Í HUGMYNDAFRÆÐI Eiga að verða hundfúlar ef þær komast ekki í liðið FÓTBOLTI Íslenska 19 ára landslið kvenna vann 2-1 sigur á heima- stúlkum í Ísrael í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2009 sem fram fer þessa dagana á Vesturbakkanum. Fyrirliðinn Fanndís Friðriks- dóttir skoraði fyrra markið í uppbótartíma í fyrri hálfleik, Ísrael jafnaði á 70. mínútu en það var síðan varamaðurinn Ásta Einarsdóttir sem skoraði sigur- markið fimm mínútum síðar. Íslenska liðið mætir Írum í næsta leik á föstudag en sá leikur fer fram í hinni sögufrægu borg Nazareth. - óój 19 ára landslið kvenna: Sigur á Ísrael í fyrsta leik BEST Fanndís Friðriksdóttir var góð í hitanum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.