Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 25.09.2008, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 25. september 2008 45 FÓTBOLTI „Þetta er bara tittlinga- skítur sem verður lagaður. Þetta er ekki neitt neitt,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari aðspurður hvort hann hafi verið upplýstur um hverju Grétar Rafn Steinsson hafi nákvæmlega verið að kvarta yfir eftir landsleikinn gegn Skotum á Laugardalsvelli. Þá sagði Grétar Rafn meðal ann- ars að það væru margir hlutir í sambandi við umgjörðina hjá KSÍ sem mættu vera betri. Hann sagði einnig að meiri fagmennsku vant- aði í kringum landsliðið. Félagar Grétars Rafns í lands- liðinu komu af fjöllum þegar þeir voru spurðir út í hvert Grétar væri að fara með gagnrýni sinni. Í sama streng tók landsliðsþjálfar- inn og bætti við að öll umgjörð í kringum landsliðið væri frábær. Í kjölfarið kom síðan yfirlýsing frá landsliðsfyrirliðanum, Her- manni Hreiðarssyni, þar sem hann ítrekaði að vel væri búið að lands- liðinu og bætti við að gagnrýni Grétars Rafns ætti ekki rétt á sér. Hann hefur aðeins hlaup- ið á sig „Ég held annars að Grét- ar hafi verið mest pirr- aður yfir úrslitum leiksins og hann hefur aðeins hlaupið á sig. Menn voru eðli- lega hundfúlir eftir leikinn og maður segir oft vanhugsaða hluti þegar maður er spældur,“ sagði Ólafur sem hefur ekki rætt við Grétar Rafn vegna málsins en hyggst gera það á næstu dögum. Ólafur vildi ekki fara nákvæm- lega í saumana á því hvaða smá- hlutir þetta hefðu verið sem Grét- ar var að kvarta yfir en staðfesti þó að eitt þeirra hefði að gera með misskilning sem varð við útdeil- ingu kaffimiða til eiginkvenna landsliðsmanna. Er þar verið að tala um miða sem veita þeim aðgang í mat og drykk í hálfleik á landsleiknum. Nánast eini tittlingaskíturinn þegar málið var skoðað „Það er ein ástæðan ef hægt er að kalla það ástæðu. Það varð ein- hver misskilningur með þessa miða. Þær fengu ekki kaffimiðana þegar þær fengu miðann á völlinn en þannig er venjulega staðið að því. Ég held reyndar að það hafi allt blessast og þær komist inn að lokum. Þetta voru allt hlutir sem skiptu engu máli og voru nánast tittlingaskítur. Ég held að þetta hafi nánast verið eini tittlingaskíturinn þegar búið var að kafa ofan í málið,“ sagði Ólafur en hann segir þetta mál engin áhrif hafa á sig persónulega og hann muni áfram velja Grétar Rafn í landsliðið. Fréttablaðið hafði í kjölfar viðtalsins við Ólaf samband við Grétar Rafn og bauð honum í annað skipti að útskýra sína hlið mála. Hverju hann hefði nákvæm- lega verið að kvarta yfir. Hann hafði ekki áhuga á því en sagð- ist ætla að tjá sig um málið síðar. Aðspurður hvort hann myndi gera það fyrir næsta landsleik játti hann því. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Grétar hafi ekki bara verið að kvarta yfir kaffimiðum heldur hafi hann einnig viljað fá bílaleigubíl frá KSÍ meðan hann væri á landinu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir fleiri hlutum en þessum og bauð Grétari að svara því af eða á hvort þær heimildir væru sannar. Hann afþakkaði það boð einnig. Grétar Rafn gat þó staðfest að hann gæfi áfram kost á sér í lands- liðið. henry@frettabladid.is Þetta er bara tittlingaskítur Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari staðfestir að klúður við afhendingu svokallaðra kaffimiða til eigin- kvenna landsliðsmanna sé svo gott sem eina ástæðan fyrir því að Grétar Rafn Steinsson gagnrýndi KSÍ fyrir slaka umgjörð. Sjálfur vill Grétar Rafn enn ekkert tjá sig um málið eða útskýra gagnrýni sína frekar. ÓLAFUR LANDS- LIÐSÞJÁLFARI Hyggst ræða málið við Grétar Rafn. Segir hann hafa sagt of mikið í svekkelsi eftir tap.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MUN ÚTSKÝRA MÁL SITT SÍÐAR Grétar Rafn ætlar að útskýra gagnrýni sína fyrir næsta landsleik. Landsliðsþjálfarinn segir málið í raun snúast um lítið annað en kaffimiða þegar upp er staðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Tveir leikir fara fram í N1-deild karla í kvöld þegar Fram tekur á móti Víkingi í Safamýr- inni og HK-ingar sækja nýliða FH heim. Fram og FH unnu bæði góða útisigra í fyrstu umferð á sama tíma og HK og Víkingur töpuðu heima. Þetta verður fyrsti heimaleikur Viggós Sigurðssonar með Fram- liðið og það er við hæfi að uppeldisliðið hans, Víkingur, komi í heimsókn á þeim tímamótum. Hið unga FH-lið er til alls líklegt í vetur sem þeir sýndu með fimm marka sigri á Akureyri í fyrsta leik og það verður gaman að sjá hvað þeir gera í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild í rúm tvö ár. - óój Fram og FH í N1-deild karla: Fylgja þau eftir góðum sigrum? KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson spilar sinn fyrsta opinbera leik með KR á tímabilinu í kvöld þegar KR tekur á móti ÍR í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Þetta verður fyrsti leikur Jóns Arnórs í KR-búningnum í meira en sex ár en hann kemur inn í KR-liðið ásamt landsliðsmönnun- um Helga Má Magnússyni og Fannari Ólafssyni. Bæði lið hafa unnið báða leiki sína til þessa í Reykjavíkurmót- inu en með sigri vinnur KR þennan titil þriðja árið í röð en ÍR-ingar unnu hann síðast árið 2005. Leikurinn fer fram í DHL- höll þeirra KR-inga og hefst klukkan 19.15. - óój Reykjavíkurmót karla í körfu: Jón Arnór með KR í kvöld TÍMAMÓT Jón Arnór Stefánsson klæðist KR-treyjunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.