Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 12

Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 12
12 25. september 2008 FIMMTUDAGUR Auglýsingasími – Mest lesið LITADÝRÐ Skrautlegt fiðrildi tyllir sér á blóm í dýragarði í Hyderabad í Ind- landi. MYND/AP STJÓRNSÝSLA „Það verða nánast öll ríki heimsins fyrir utan örfá smá- ríki með í sýningunni,“ segir Hreinn Pálsson framkvæmda- stjóri vegna þátttöku Íslands í Heimsýningunni í Sjanghaí árið 2010. Síðast voru Íslendingar með eigin skála á Heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi árið 2000. Bein framlög íslenska ríkisins til þeirrar sýningar námu um 500 milljónum króna framreiknað til verðlags í dag. Í Aichi í Japan var Ísland hins vegar í sameiginlegum skála með Norðurlöndunum og þá var kostnaður ríkisins margfalt minni, eða 57 milljónir á verðlagi þess tíma. Slíkt fyrirkomulag kom ekki til greina að þessu sinni af hálfu frændþjóða okkar og því verða Íslendingar út af fyrir sig í leiguskála í Kína. Hreinn segir gert ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna Sjanghaí fari ekki yfir 450 milljónir króna. Það er svipuð upphæð og í Hann- over. Þar fyrir utan eru framlög ýmissa stórfyrirtækja og hugsan- lega Reykjavíkurborgar sem eiga að brúa bilið upp í rúmlega 600 milljóna króna heildarkostnað. „Þessi sýning felur í sér mjög stórt markaðstækifæri. Fyrir okkur Íslendinga á það sérstaklega við í sambandi við orkumál og ferðaiðn- að,“ segir Hreinn sem bendir á að Kínverjar ábyrgist að gestir á sýn- ingunni verði samtals 70 milljónir frá því í maí fram í október. Það geri um 380 þúsund manns á dag að meðaltali á sýningarsvæðinu. - gar Kostnaður við heimssýningu miklu hærri en síðast: Dýrkeyptur aðskilnaður SJANGHAÍ Ein mesta viðskiptaborg Asíu er Sjanghaí í Kína sem verður vettvangur fyrir næstu heimssýningu eftir tvö ár. MYND/AP NORÐUR-KÓREA, AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa bannað kjarnorkueftirliti Sameinuðu þjóðanna að skoða aðalkjarnaofn landsins. Auk þess hyggjast Norður-Kóreumenn ræsa á ný kjarnorkuver sem áður útvegaði plútón í kjarnorkuvopnatilraunir þeirra. Þetta fullyrti Mohammed ElBaradei, yfirmaður kjarnorku- eftirlitsins, í gær. Allt bendir því til þess að Norður-Kóreustjórn sé hætt að sýna samningsvilja gagnvart Bandaríkjunum og öðrum ríkjum, en þó gæti verið að hún geri þetta til að beita Bandaríkin þrýstingi. - gb Norður-Kóreustjórn: Eftirlitsmenn reknir burt JAPAN, AP Íhaldsmaðurinn Taro Aso tók í gær við forystu japönsku ríkisstjórnarinnar eftir að þingið staðfesti kjör hans í embætti for- sætisráðherra. Aso lofaði þegar í stað „neyðarráðstöfunum“ til að koma efnahagslífinu á réttan kjöl. Hinn 68 ára gamli Aso er fyrr- verandi utanríkisráðherra og einn af „haukunum“ í stjórnarflokkn- um, Frjálslynda lýðræðisflokkn- um. Hann var kjörinn formaður flokksins fyrr í vikunni eftir að Yasuo Fukuda sagði óvænt af sér eftir aðeins ár í embætti flokks- leiðtoga og forsætisráðherra. Flokksmenn binda þær vonir við Aso að hann geti rifið flokkinn upp úr þeirri lægð sem hann er í áður en boðað yrði til kosninga sem talið er líklegt að Aso vilji gera fljótlega, jafnvel fyrir áramót. Aso skipaði gamalkunna flokks- jálka í helstu stöður í ríkisstjórn- inni til að styrkja ímynd ábyrgðar og stöðugleika. „Við verðum að taka efnahags- málin föstum tökum, þar með talið grípa til neyðarráðstafana,“ sagði Aso á fyrsta blaðamannafundin- um eftir valdatökuna. Hann hét því enn fremur að Japan myndi undir sinni stjórn halda áfram að leggja hinni alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkastarfsemi lið með því að halda úti flotadeild í Indlandshafi, þrátt fyrir tilraunir stjórnarandstöðunnar til að binda enda á það. - aa Efnahagsmál í brennidepli við leiðtogaskipti í japönsku ríkisstjórninni: Aso boðar neyðarráðstafanir TARO ASO Tók við embætti for- sætisráðherra Japans Frjálslyndi fl okkurinn Nútíð og framtíð Reykjavíkurfélög Frjálslynda fl okksins boða til fundar á Grand Hótel, Reykjavík, fi mmtudaginn 25. september nk. kl. 20:00. Allir félagsmenn Frjálslynda fl okksins eru hvattir til að mæta. Framsögumenn: Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður og formaður fl okksins Jón Magnússon, alþingismaður Síðan fyrirspurnir og umræður Fundarstjóri: Tryggvi Agnarsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.