Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 36

Fréttablaðið - 25.09.2008, Side 36
 25. SEPTEMBER 2008 FIMMTUDAGUR6 ● vísindavaka 2008 Háskólinn í Reykjavík verður með fimm sýningarbása á Vísindavöku Rannís í Hafnarhúsinu næstkom- andi föstudag. Meðal þess sem sýningargest- ir fá að kynnast er hvernig fiskar geta aðstoðað okkur við að skilja svefn og hvernig hægt er að nota óhreinni og ódýrari kísil í sólarraf- hlöðum heldur en nú er gert. Sýningargestir fá að kynn- ast augnskanna – á hvað ert þú að horfa? Augnskanni fylgir auga þínu til dæmis þegar þú horfir á auglýs- ingar og er hægt að sjá að hverju athygli þín beinist. Einnig verð- ur boðið upp á smökkunartilraun – segja bragðlaukarnir þínir rétt frá? Kynning verður á lögfræðiþjón- ustu Háskólans í Reykjavík sem er í samstarfi við Alþjóðahús auk þess sem sýningargestum gefst kost- ur á að reyna við lögfræðigetraun. Boðið verður upp á hreyfigrein- ingu og mælingar og kynning verð- ur á mannlegum vitverum í sýndar- heimum ásamt því að gervigreind- arforrit verður til sýnis. Fab Lab smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar er í Vestmannaeyjum en vonir standa til að hægt verði að opna fleiri slíkar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynn- ir Fab Lab-smiðjuna, sem er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðv- ar og MIT-háskólans í Bandaríkjunum. Í Fab Lab getur almenning- ur komist í tæri við nýjustu tækni og búið til allt milli himins og jarðar, til dæmis tölv- ur og önnur raftæki, reiðhjól, skilti, plast- leikföng og jafnvel kanóa. Fab Lab er því sann- kölluð framköll- unarstofa fyrir hugmyndir en hún er opin öllum, ungum sem öldnum, ein- staklingum og fyrir- tækjum. Fab Lab á Ís- landi er ætlað að skapa vettvang fyrir nýsköp- un og auka tæknilæsi al- mennings og þekkingu á stafrænum framleiðslu- aðferðum í iðnaði. Fab Lab-smiðja Nýsköpunar- miðstöðvar er í Vest- mannaeyjum en vonir standa til að hægt verði að opna fleiri slík- ar um landið á næstu miss- erum. Framköllunarstofa fyrir hugmyndir Háskólinn í Reykjavík verður með fimm sýningarbása á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur , Hafnarhúsinu. MYND/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Fjölbreytni hjá HR Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi, þar sem nokkrir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar munu kynna rannsóknir sínar. Markmiðið með Vísindakaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum á mannamáli. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi, þar sem nokkrir af færustu vísindamönnum þjóðarinnar kynna rannsóknir sínar. Markmiðið með Vísinda- kaffikvöldunum er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum á mannamáli. Vísindakaffið er haldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Þar kynna vísinda- menn á ýmsum fræðasviðum rann- sóknir sínar sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverð- ar fyrir fólk á öllum aldri. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að því hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra. Stjórnandi Vísindakaffikvöldanna er Davíð Þór Jónsson. Nú þegar hafa verið kynnt þrenn viðfangsefni. Mánudaginn 22. september fjallaði Dr. Clar- ence E. Glad, sjálfstætt starfandi fræðimaður í Reykjavíkuraka- demíunni, um hvernig hugmyndir manna á Vesturlöndum um mein- læti, skírlífi, fjölskyldulíf og sam- skipti kynjanna hafa mótast út frá orðræðunni um líkama og losta í frumkristni. Bar fyrirlestur- inn yfir skriftina „Líkami og losti á upphafsöldum kristni“. Þriðju- daginn 23. september fjölluðu Aly- son Bailes og Silja Bára Ómars- dóttir frá Alþjóðamálastofnun Há- skóla Íslands um öryggismál út frá nýju sjónarhorni undir yfirskrift- inni „Hver á að passa mig?“. Mið- vikudaginn 24. september köfuðu síðan fimm fræknar konur ofan í snjófljóð og undir jarðskorpuna og veltu upp sálfræðilegum áhrifum náttúruhamfara. Konurnar voru: Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðu- maður Stofnunar Sæmundar fróða, Dr. Berglind Guðmundsdóttir, sál- fræðingur hjá áfallaþjónustu LSH, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Edda Björk Þórðardóttir, frá Mið- stöð í lýðheilsuvísindum við HÍ, og Herdís Sigurjónsdóttir bæjarfull- trúi í Mosfellsbæ. Í kvöld verður síðasta vísinda- kaffi þessa árs: „Má bjóða þér slát- urtertu og rabarbarakaramellur?“ Þar munu Sigríður Sigurjónsdótt- ir, prófessor við Listaháskóla Ís- lands, Brynhildur Pálsdóttir vöru- hönnuður og Guðmundur H. Gunn- arsson frá Matís kynna frumlegar og girnilegar nýjungar sem þróað- ar voru í rannsóknasamstarfi við bændur. Vísindakaffi Rannís 2008 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós var formlega sett á stofn í maí 2008 við Háskóla Íslands í sam- vinnu við Ningbo-háskóla í Kína. Stofnunin kynnir starfsemi sína á Vísindavöku 2008 en hún felst einkum í ýmiss konar fræðslu- starfsemi um kínverska tungu og menningu. Lausleg dag- skrá komandi vetrar verður þar kynnt. Í tilefni af kínverskri mið- haustshátíð sem nú fer fram verð- ur boðið upp á kínverskar mána- kökur og listakonan Li Zhiling mun sýna og gefa málverk sín. Konfúsíus – kínversk menning

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.