Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 1

Réttur - 01.02.1927, Side 1
George Bernhard Shaw. Eg hefi rekist víðar en á einum stað á sömu athuga- semdina í sambandi við síðustu tilkynninguna frá nefndinni, er úthlutar verðlaunum Nobels fyrir bók- hientir. Eins og öllum er kunnugt, hlaut George Bern- hard Shaw verðlaunin fyrir árið 1925. En sumum hefir orðið það tilefni til þess að gefa úthlutunarnefndinni nokkurar ákúrur. Þeir segja, að þetta beri vott um það, að nefndin sé ekki fundvís á rithöfunda-snillinga, aðra en þá sem almenningur sé þegar búinn að átta sig á, að töluverðu leyti. Þeir eru ekki í neinum vafa um það, að þessi maður hafi átt skilið þessa viðurkenningu. En þeir segja, að vegur nefndarinnar hefði verið meiri, ef hún hefði komið auga á það, meðan flestir töldu hann skemtilegan málskrafsmann, en ekki alvarlegan rithöf- hnd. Mönnum finst, að svo virðuleg samkunda sérfræð- inga, sem sú, er úthlutar þessum verðlaunum, ætti að vera glöggari en almenningur á snillinga, og nokkur •eiðbeinari um það völundarhús, sem nútíðarbókmentir eru. Þessi athugasemd virðist eiga allmikinn rétt á sér. Bernhard Shaw er fyrir löngu heimsfrægur maður. En það hefir tekið hann langan tíma að fá fólk til að leggja hlustirnar alvarlega að orðum sínum. Veldur því ekki einungis sú staðreynd, að hann hefir margt það séð í ^annlífinu, sem örðugt hefir verið að láta aðra taka eftir, heldur og hitt, að hann hefir klætt hugsanir sínar 1*

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.