Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 10

Réttur - 01.02.1927, Side 10
12 GEORGE BERNHARD SHAW [Rjettur væri sjaldgæfari og mikilvægari en góðar bókmentir. Og hann sýndi það með starfi sínu, hvernig blaðamenn eiga að rita. Hann gerði Ibsen kunnugan Englending- um. Hann hafði margt að athuga við Shakespeare. Hann hóf Ibsen til skýjanna fyrir skarpskygni og vits- muni, en taldi á Shakespeare fyrir grátlegan skort á allri heimspeki. Ibsen varð í augum hans bjartsýnis- maður, sem orðið hafði fyrir vonbrigðum, ákveðinn, þó með nokkurri geðvonsku, í því að bæta heiminn, en Shakespeare var bölsýnismaður með »alt er hégómi« sífeldlega á vörununn. Ibsen fekk á taugar hans með því að drasla með menn inn í óhollustuna, en Shakespeare veitti honumj ómælda gleði með söngnum í máli hans, hinu létta ímyndunarafli, skarpleika á það, sem kátlegt var og fráhærri snild við að segja sögu. Þegar Shaw lét af bókmentadómum sínum, þá gat hann hælt sér af því, að þótt Ibsen væri ekki vinsæll af alþýðu, þá var hann þó viðurkendur mestur leikritahöfundur af helstu bók- mentafræðingum Englands. Og hann gat þess einnig, að þegar hann hefði byrjað þetta starf, þá hefði Shake- speare verið guðlegur og leiðinlegur, en nú væri hann þó orðinn menskur maður! Shaw lét af öllum blaðamannsstörfum árið 1898, og hefir fengist við leikritagjörð síðan. Mér er í fersku minni, dálítið atvik, sem fyrir mig kom fyrir nokkru. Ágætlega lærður maður var staddur í vinnustofu minni og var að líta í bókaskápana. Hann tók að handfjatla eina bókina, leikrit eftir G. B. S. Eg gat þess að mér þætti vænt umj þennan rithöfund. »Já hann er fyndinn, það er gaman að honum«, sagði gest- urinn. »Já, víst er hann það«, svaraði eg, »en lífsskoðun hans og heimspeki er betur þjappað saman einmitt í þessu leikriti, heldur en í nokkuri annari bók eftir

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.