Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 16

Réttur - 01.02.1927, Page 16
18 GEORGE BERNHARD SHAW [Rjettur hengt, þá yrði þjóðfélagið eins og leiksvið, fult af vilt- um dýrum, er rifi hvert annað á hol. Cæsar: (hæglátur en með beiskju). Það virðist þá svo, sem dómurinn gangi á móti mér. Kleópatra: (með ofsa). Hlustaðu á mig, Cæsar. Ef hægt er að finna einn mann í allri Alexandríu, sem segir að eg hafi gert rangt, þá sver eg, að eg skal láta mína eigin þræla krossfesta mig á dyrastaf hallarinnar. Cæsar. Ef hægt er að finna einn mann, nú eða nokk- uru sinni, sem veit, að þú gerðir rangt, þá verður sá maður annaðhvort að sigra heiminn, eins og eg hefi gert, eða verða krossfestur af honurn. (Hávaðinn frá strætinu heyrist inn). Heyrið þið? Þessir, sem berja hlið þín, trúa líka á hefnd og dráp. Þú hefir drepið for- ingja þeirra; það er réttlátt að þeir drepi þig. Ef þú ef- ast um það, þá spurðu þessa fjóra ráðunauta þína hér. Og á eg þá ekki í nafni þessa sama réttlætis (hann leggur mikla fyrirlitningaráherzlu á orðið) að drepa þá, fyrir að hafa myrt drotningu sína, og verða svo aft- ur drepinn, þegar að mér kemur, af landsmönnum þeirra, fyrir að hafa ráðist inn í föðurland þeirra? Get- ur Róm minna gert en að drepa svo þessa drápsmenn, til þess að sýna heiminum hvernig Róm hefnir sona sinna og heiðurs síns? Og þannig mun morð, til sögunn- ar enda, fæða af sér morð, sífeldlega í nafni réttlætis og heiðurs og friðar, þar til guðirnir eru orðnir þreyttir á blóði og skapa kyn, sem getur skilið ...« Á sama hátt og þennan eru helztu vígorð vor tekin fyrir og sýnd í ljósi þeirra vitsmuna, sem ekki spyr um annað, en hvort stefnt sé að því að skapa fullkomnara mannkyn eða ekki. Shaw fyrirlítur Napoleon vegna þess, að hann var hégómlegur og blindúr kraftur. Cæs- ar er mikilmenni vegna þess, að hann er vaxinn upp úr hégóma, metur ekki siðferðishugmjyndir eftir því, hve mikið fylgi þær hafa, heldur eftir samræmi þeirra við hans eigið eðli. Siðferðileikinn er ekki að sveigja lund

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.