Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 22

Réttur - 01.02.1927, Page 22
Orbirgð. Það er hringt til messu. Klukknahljómurinn berst út í vorkyrðina, magn- þrunginn og laðandi ljúfur. Hann snertir sálir mann- anna eins og duiarfull kveðja frá ósýnilegum heimi. öld eftir öld hefir guð talað til mannanna gegnum klukkna- hljóminn. »Komið þið, komið þið«, segir klukknahljómurinn. »Gleymið auði, gleymið skorti, gleymið úlfúð, gleymíð hroka. Komið systur, komið bræður. Allir jafnir, allir jafnir.« Og messugestirnir þyrpast að kirkjudyrunum. Gamlir og ungir, ríkir og fátækir. Það er engin stjettaskifting í hópnum. Mennirnir eru að ganga fram fyrir drottinn allsherjar með gleði sína og vonir, sorgir og áhyggjur, bænir og þrár. Þetta er fermingardagur margra barna. Á skamri stundu fyllist kirkjan. Hvert einasta sæti er skipað. Organleikarinn byrjar forspilið, ysinn þagn- ar og andlitin fá helgidagssvip. »Hærra minn guð til þín«, hljómar frá vörum söng- sveitarinnar. Hjörtun slá hraðara. Eldmóðurinn,, sem lagði þennan dýrlega óð á tungu höfundarins, grípur hugi manna. »Enda þótt öll sje kross, upphefðin mín«, bergmálar í mörgum sálum og sterkar hrifningaröldur fylla kirkjuna meðan sálmurinn er sunginn. Fáir veita eftirtekt þeim sem enn eru að koma. Þeir fara hægt og hljóðlega og hnipra sig út í hornin til þess að trufla ekki. Þá gengur kona inn með sætaröðinni. Hún gengur hratt og nemur hvergi staðar. Mörgum verður starsýnt á hana.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.