Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 26

Réttur - 01.02.1927, Side 26
Frá óbygðum eftir Pálma Hannesson. I. Arnarvatnsheiði, Kjölur og Eyvindarstaðaheiði. A. INNGANGUR. Öræfin norður frá Hofsjökli og Kili eru sá hluti af há- lendi íslands, sem ég kyntist fyrst. Bar það svo til, að á uppvaxtarárum mínum í Skagafirði rak ég oft fé og stóð á fjöll og fór nokkrum sinnum í göngur fram að Hofsjökli og suður með Blöndukvíslum. Setti eg vandlega á mig landslag og örnefni á þessu svæði og varð allvel kunn- ugur því. Sumarið 1922 fór eg norður Kjöl. Veður voru góð og skygni sem best má verða. Sá eg þá, að lýsingar af Kili og uppdrættir af honum voru ónákvæmir og víða stórlega rangir, t. d. um Hvítárvatn, Þjófadali, Kjalhraun, Strýtur og upptök Blöndu. Bg hafði allgott tóm til athugana og gerði lauslegan uppdrátt af þessum slóðum. Næsta ár, 1923, fékk eg styrk úr Danmerkurdeild Sátt- málasjóðsins til rannsókna á hálendinu. Réð eg þá að ferð- ast um Arnarvatnsheiði, Kjöl og Eyvindarstaðaheiði. Þetta sama ár, fengu tveir jarðfræðinemar danskir, Th. Biering- Pedersen og S. A. Andersen, styrk til ferðalaga á fslandi. Fýsti þá injög að fara um óbygðir. Gerðum við því félag

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.