Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 28

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 28
30 FRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur og veldur því sjónblekking. Mun því Kjölur jafnan mælast breiðari en hann sýnist. Þakka ég svo öllum þeim mönnum, sem haía aðstoðað mig við ritgerð þessa og stjórn Dansk-islandsk Forbunds- fond þakka ég styrkinn, er hún veitti mér til rannsókn- anna 1923. B. ARNARVATNSHEIÐI. 1. Yfirlit. Norður frá Langjökli og Eiríksjökli liggur mikil há- slétta, er nær alt norður til bygða i Húnavatnssýslu og vestur fyrir Holtavörðuheiði. Háslétta þessi er hæst við norðurenda Langjökuls (900 m.). Hallar þaðan hægt til austurs, norðurs og vesturs. Austanvert er hún þakin mikl- um grágrýtislögum, er ná nokkuð vestur fyrir Arnarvatn. Undir grágrýtinu virðist allstaðar vera móberg. Kemur það víða fram í giljum, og nokkur móbergfell standa upp úr grágrýtinu. Verður þeirra síðar getið. Grágrýtið er öldótt og illa gróið. Þar sem hæst ber, er auðn, en er landið tekur að lækka, er nokkur gróður í lægðum, og sumstaðar' vötn umgirt ótræðisflám. Auðnin liggur norður frá Langjökli og nær vestur á móts við Arnarvatn. Er það Stórisandur. En gróðurinn nær upp fyrir Arnarvatn og allangt austur þaðan meöfram Norðlingafiljóti. Þegar grágrýtinu sleppir, tekur við marflatt sléttlendi, sem virðist vera gamall jökulbotn. Eru þar ótal vötn, smá og stór. Milli þeirra eru stórar flár og kviksyndisfen, en lágar melöldur á víð og dreif. Er það Tvídægra, en austur frá henni Arnarvatnsheiði, austur með Norðlingafljóti og upp undir Stórasand eins Iangt og grös gróa. Sunnan við þessa hásléttu verður mikil lægð í hálendið. Nær hún frá Langjökli niður að Hvítársíðu, en að sunnan takmarkast hún af Kaldadal og hálendi því, sem Okið hvílir á. Þessi lægð er breiðust austur, en mjókkar eftir því sem vestar dregur og verður að breiðum dal, en grunnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.