Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 29

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 29
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 31 Norðan til í þessari lægð er fjallið Strútur (921 m. Th.*). Suðvestur frá honum gengur lágur háls, sem endar í felli, er Tiingufell heitir. Strútur og þessi háls skifta lægðinni í tvo samhliða dali. Sunnan í hálsinum stendur Kalmans- tunga. öll er lægðin hraunum hulin. Um sunnanverða lægð- ina og dalinn syðri hefir runnið mikið hraunflóð, sem á upptök í gígaröð sunnan við Hafrafell. Þetta hraun er gam- alt og gróið. Neðantil á því er allmikill skógur, Húsafells- skpgur. Um hraunið renna Hvítá og Geitá. Milli þeirra er Geitland. Þess skal getið hér, að Geitá kemur ekki upp við rætur Hafrafells, eins og uppdrættir sýna, heldur sunnan við Hádegisfell á Kaldadal eða jafnvel inni í Þórisdal. Rennur hún norður Kaldadal og niður af dalnum í gljúfrum og út á hraunið. Sveigir þá til vesturs og rennur í Hvitá neðantiil við Tungufell. Hún er vatnsmeiri en Hvitá og meira jökullituð. Nyrðri dalurinn er mjórri en sá syðri. Hefir kvísl úr Hall- mundarhrauni lagst fram um dalinn og sameinast syðra hrauninu neðan við Tungufell. Eftir þessum dal rennur Norðlingafljót. 2. U p p að Arnarvatni. Nú er að segja frá því, er við héldum frá Kalmanstungu þann 17. júlí. Framan af degi var norðanstormur og þoka á fjöllum. Biðum við því og litum eftir farangri og hestum. Með kvöldi gekk veðrið til batnaðar, héldum við því af stað kl. 9. Við fórum sem leið liggur, yfir hálsinn norður af bænum, niður í dalinn nyrðri og með suðurhlíðum hans austur á móts viö Strút. Sveigir þá vegurinn yfir hraunið þvert á Neðri-Fugleyrar. Þá er Surtsliellir á hægri hönd, litlu aust- ar. Liggur gata þangað, en heldur óglögg. Af Neðri-Fugl- eyrum liggur vegurinn austur hraunið norðanvert á Efri- * Th. merkir að Þorvaldur Thoroddsen hafi mælt. Aftan við staðanöfn þýðir það, að Þorvaldur hafi gefið nafnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.