Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 32

Réttur - 01.02.1927, Page 32
34 FRA ÓBYGÐUM [Rjettur Álftakrók. Daniel Bruun telst öðruvísi til um þessar vega- lengdir (D. Bruun: 1925, bls. 68). Þegar við settumst að, brann sólarroð á Eiríksjökli. Jök- ulkollurinn var purpurarauður, en grænbláan skugga bar á hlíðarnar og hraunið. Nóttin var kyr og köld og jörðin hrími slegin. Næsta morgun var sólskin og sunnanblær. Athugaði ég þá gróður í Álfakrók og safnaði smádýrum í vatninu. Um hádegi héldum við af stað. Vegurinn liggur nu norð- austur hæðirnar, og er farið fram hjá Mordísarvatni að vestan. Það er allstórt vatn. Urðaröldur liggja að því, og austan við það er Mordísarhæð. Er farið um hana vestan- verða og síðan yfir dalverpi eitt, er liggur til vesturs. Eftir því rennur lækur, er Leggjabrjótur heitir. Hann er niður- grafinn og stórgrýttur í botni. Er farið yfir hann, þar sem hann fellur úr vatni einu Iitlu. Síðan er haldið upp úr daln- um og í Hvannamó. Þar er þýft mjög, en gróður talsverð- ur. Þaðan er farið yfir Svartarhæð við Arnarvatn, og niður að Grettisvík. Tvo klukkutíma vorum við frá Álftakrók að Arnarvatni, en fórum freinur hægt. Arnarvatnshæðir eru jökulnúnar ofan, en milli þeirra er víða jökulruðningur. Svipar þeim mjög til Mosfellssveitar. Fróðlegt er að sjá, hver áhrif frost og snjór hafa haft á yfirborð þeirra og gróður. Auðséð er, að uppi á hæðun- um festir sjaldan snjó. Eru klappirnar þar sundurtættar af frostum og víða stórkostlegir melatíglar. í lautunum er auðsjáanlega ærið snjóþungt, jarðrensli (solifluktion) er þar mikið og sumstaðar voru fannir nýleystar. Þar sem berangur er, er gróðurlaust að kalla, því að frostin í gró- indunum drepa allar plöntur. En þar sem snjór liggur fram eftir vori, er allmikill gróður, sauðland gott og furðu mikið af fjallagrösum. Fuglalífið er ekki margbreytt. Álftarhjón búa við flest þau vötn, þar sem gróður er í kring. Topp- endur (Mergus serrator) sá ég á Norðlingafljóti, og grá- gæsahóp sá ég fljúga suður heiðina, en í flestum móum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.