Réttur


Réttur - 01.02.1927, Síða 33

Réttur - 01.02.1927, Síða 33
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 35 voru sendlingar með unga sína. Verpa þeir í heiðamóum, eirikum á sunnanverðu hálendinu. Norðan við Svartarhæð er Arnarvatn. Liggur það í kvos, sem gengur suðaustur í grágrýtishæðirnar. Norðvestan að vatninu liggja lágar öldur, hæst þeirra er Hnúfubakur eða Hnúfabák. Að norðan gengur Grettishöfði út í vatnið, en að sunnan hár og brattur höfði frá Svartarhæð. Höfðar þessir greina vatnið í þrjár víkur: Milli Hnúfubaks og Grettishöfða gengur Atlavik til norðurs, milli Grettishöfða og Svartarhæðar Grettisvík til suðausturs, en vestan við Svartarhæð Sesseljuvik til suðvesturs. Er hún langstærst, en Atlavík minst. Grettisvík er hæðum lukt. í botn hennar fellur Búðará, sem kemur norðan frá Stórasandi og Skammá. Kemur hún úr Réttarvatni og er aðeins um 300 metrar á lengd. Fellur hún í fossum niður af hæðunum við víkina. Kollóttur melhóll er norðan við fossinn og varða á. Heitir hann Tjaldhóll. Austan við hann er sæluhús á bakka Skammár. 3. V i ð Arnarvatn. Þegar við komum að Arnarvatni, var dregið fyrir sól og himininn blikubólginn. Héldum við því rakleitt að sæluhús- inu og bjuggumst þar urn. Sæluhúsið er fremur rúmgott og vel um gengið. Prímus er þar og steinolía á brúsa. Hesta- hagar eru litlir við Grettisvík og una hestar þar illa. Skást- ir eru hagar norðan við víkina, í hvömmunum út frá Búð- ará. Um kvöldið gekk ég upp að Réttarvatni. Það liggur uppi á hæðunum suðaustan við Grettisvík og er miklu stærra en uppdrættir sýna, langt og mjótt og stefnir nærri því í norður og suður, lítið eitt í suðaustur. Raunar eru Réttar- vötnin tvö, og er það syðra miklu stærra. Þrjú nes ganga fram í það: eitt að austan, en tvö að vestan. Syðra nesið að vestan er langt, mjótt og lágt. Heitir það Réttartangi og er þar rétt. Þar draga Húnvetningar og Borgfirðingar 3*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.