Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 37

Réttur - 01.02.1927, Side 37
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 39 Sand eða syðst á honum. Ekki sé ég, að það líkist hrafni um neitt. Eg hefi spurt kunnuga menn í Borgarfirði urn þessi ör- nefni. Kannast þeir lítið við Krák, en fellið, sem Þorvaldur nefnir Krák, kalla þeir Bláfell. Enn fremur hefi ég borið þetta undir nokkra Húnvetninga t. d. Pál Hannesson, bónda á Quðlaugsstöðum, sem er mjög athugull maður og hverj- um manni kunnugri á Auðkúluheiði og austanverðum Sandi. Kannaðist hann vel við Krák og sagði það vera fellið við norðurendann é Langjökli, en Lyklafell segir hann, að sé lítið fell suðaustur af því, milli þess og Búrfjalla. Af Svartarhæð hélt ég inn með Grettisvík, athugaði gróður og safnaði smádýrum í vatninu. Seinna um daginn fór ég ríðandi út á Grettishöfða og þaðan að Atlavík. Læk- ur rennur í víkina og heitir Atlalækur. Hann kemur norðan af heiði og fellur vestan við lánga og snarbratta brekku. Alhnikill gróður er meðfram læknum neðantil og hagar góð- ir. Hélt ég nú upp með læknum, þangað sem Grímstungu- heiðarvegur liggur yfir hann, en sló mjer þá austur að Búð- ará og fór með henni upp að Sandi. Meðfram ánni eru mikl- ar flár og ililur vegur. Flárnar eru algengar á hálendinu og næsta merkilegar. Mun þeirra síðar getið. Þorv. Thorodd- sen segir, að Búðará komi úr Valdavatni, en Atlalækur úr Atlavatni. Mun hann hafa það eftir fylgdarmanm sínum, því að ekki kom hann þangað. Ekki hygg ég, að þetta sé rétt. Eg fylgdi Búðará upp að Sandi og virtist hún koma þar undan sandöldum, en sá hvergi tjörn né vatn. Þó þori ég ekki að fullyrða neitt um þetta, því að tekið var að kvölda, er ég kom að Sandi og þoku dreif yfir. En síðan hefi ég borið það undir Jósep bónda á Signýjarstöðum í Hálsasveit. Er hann vel kunnugur á Arnarvatnsheiði og sagði hann, að Búðará sprytti upp syðst á Sandi, en Atla- lækur kæmi úr Valdavatni. Um kvöldið gerði níðaþoku. Urðum við því enn að vaka yfir hestunum. Báðar næturnar veiddum við silung í ósum Skammár. Svo hagar til, að fyrir botni Grettisvíkur

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.