Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 38

Réttur - 01.02.1927, Side 38
40 FRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur er mjó flá, og rennur Skammá í djúpuni stokkum gegn um hana. f stokkum þessum var furðu mikil veiði. Fyrra kvöld- ið veiddum við á tæpum hálftíma 6 fallega silunga, 4 bleikjur og 2 urriða, og eftir það eins og við vildum. Veið- arfærið var lítil stöng, en beita örsmáir ánamaðkar. í mög- um silunganna voru vatnasníglar, flugnalirfur og skötu- ormar. f öllum þeim silungum, sem ég skoðaði, var fjöldi bandorma, eins og oft er í vatnasilungi. Næsta dag, þann 20. júlí, var norðankuldi, þoka og rign- ing. Hugðum við nú til ferðar, en þótti ekki árennilegt. Bið- um við því fram yfir hádegi. Létti þá þokunni um hríð. Bjuggumst við þá til ferðar og héldum af stað til Hvera- valla kl. 2. Áður en ég segi frá ferðinni þangað, þykir mér hlýða að lýsa Arnarvatni nokkru nánar. Arnarvatn er 565 metra yfir sjó. (Th.). Það er miklu minna en uppdrættir sýná. Á uppdrætti Þorvaldar er Sesseljuvík einkum of stór og nær miklu lengra vestur en rétt er. Atlavík er þar einnig of stór. Eins og áður er sagt, liggur vatnið í kvos, og er bratt að því, nema að vestan og norðvestan. Einkum er bratt af Svartarhæð niður að Sesseljuvík. f Grettisvík eru nokkrir hólmar nær syðra landinu, og einn út af Atlavík. Nokkru innan við Grettis- höfða gengur fram mjór og langur tangi, er sumir kalla Grettistanga. Annar langur tangi gengur út af Svartarhæð. Búðará hefir myndað nes fram í botninn á Grettisvík. Er þar nokkur gróður, en blautt og rótilt. f Arnarvatni er allmikið um smádýr, og veiðisæld mikil. Veiðina stunda nú einkum Miðfirðingar. Fuglar voru fáir á vatninu og kringum það. Á vatninu sá ég 6 álftahjón og 4 á Réttarvatni. Allmarga himbrima og nokkra lóma sá ég einnig, en enga önd, nema 1 háveliu. Læt ég þessa getið vegna þess, að margir halda, að mikill fjöldi fugla, einkum anda, búi á heiðum uppi.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.