Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 41

Réttur - 01.02.1927, Page 41
Rjettur] FRÁ ÓBYGÐUM 43 Héldum við upp á ásinn og áðum þar undir klöpp. Furðu hvast var á ásnum, og nefndi ég hann Veðurás. Hann nær frá jöklinum í boga austan við hraunið og upp að Krák austanverðum. Deilir hann vötnum á Heiðingjaskarði. Meðan við áðum, rofaði til um stund. Sást Heiðingja- skarð í vestri og Krákur upp í miðjar hlíðar, en yfir skarð- ið sá í suðurendann á Kroppinbak. Hraunið liggur um alt skarðið. Virðist hraunstífla mikil hafa orðið þar. Hygg ég að það hafi runnið sunnan við Kroppinbak vestur að Heið- ingjum. Alt þetta hraun nefndi ég því Heiðingjahraun. Austan undir Veðurási er vatn, er heitir Efra-Hundavatn. Liggur það í brattri kvos, senr gengur upp í undirhlíðar jökulsins, en að norðan nær það fram á flata sanda. Vatnið var gulgrænt á lit og glotti við hríðargjóstunum. Alllangt sunnan við fjallið sást kollóttur fjallshnjúkur við jökul- röndina. Nefndi ég hann Haddingja. Þetta nafn hefir hann á uppdrætti Jóns Víðis í bók Daniels Bruuns. Síðan hefi ég sannfrétt, að hann heiti Sauðafell og ber að haída því nafni. í austri sáum við ekkert annað en auðn og kólgu. Þá er við höfðum áð um stund, syrti að aftur. Qerði nú harðviðri með miklum stormi og fannkomu. Fötin frusu að okkur og var ilt að halda átt, því að hestarnir leituðu ákaft undan hríðinni. Stefndi ég, að því er mér fanst, beint í aust- ur, lá leiðin um auðar öldur, en miilli þeirra voru sandflatir. Öldurnar liggja frá norðri til suðurs og hallar landinu hægt til austurs. Nefndi ég svæðið Örnrur frá Veðurási að Búr- fjöllum, því að engan stað hefi ég séð ömurlegri en þessar öldur voru þá. Þegar við höfðum farið um 1 y2 klukku- tíma, komum við á öldubrún eina. Lægð var framan við hana og sorta að sjá í lægðina. Vonuðum við, að nú vær- um við komnir á brúnir Búrfjalla, og sæjum við niður á Kjöl snjólausan. En er ég kom nær, sá ég, að í lægðinni var vatn, gulmórautt og úfið. Fannir gengu niður að vatninu að vestan, og fram af þeim var lítil eyri. Héldum við norð- ur fyrir lægðina og frá vatninu, og varð ærið óvegsamt í hríðinni. Þá er við höfðum farið svo um liríð, bar okkur að

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.