Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 42

Réttur - 01.02.1927, Side 42
44 FRÁ ÓBYGÐUM [Rjettur felli einu. Fórum við austur fyrir það og komum þá aftur að vatninu, norðar en fyr. Gekk þar vík inn á milli fells þessa og annars fjalls, sem liggur litlu austar. Fórum við utan í feliunum. Var þar ilt að fara og ekki hættulaust. Að vatninu voru öldusorfnar strendur og mun það vera djúpt. Var það æði ófrýnt og niðaði þungt fyrir storminum. Uetta vatn lieitir Neðra-Hundavatn. Héldum við nú austur fyrir eystra fetlið og komum þá brátt á bratta brún. Var þar enn að sjá mikinn myrkva fyrir. Héldum við í myrkvann, og var nú niður Iangar brekkur að fara. Reyndust þær að vera hlíðar Búrfjalla niður á Kjöl Neðan við hlíðina var snjólaust að kalla. Var þar dágóð- ur hagi. Tókum við því ofan af hestunum og áðum lengi. Vorum við komnir efst í Beljandatungur, vestast. Sást Sandkúlufell skaint frá í norðaustri. Þegar við komum þangað, var kl. ll/2. Höfðum við því verið 9y2 kl.tíma frá Arnarvatni. Allan þann tíma höfðu hestarnir svelt. Dimmudrungi lá yfir Kili og huldi fjallasýn. Hríðarkólg- an þaut í hlíðunum og sleit úr henni krapa, en þó þótti okkur sem kæmum við í sól og sumar. Vorum vel kátir og grófum til nestisins. Þar sem við komum niður, falla nokkrir sinálækir fram úr hlíðinni. Sameinast þeir og gera litla kvísl, sem rennur austur í Seyðisá. Frá Búrfjöllum stefndum við til suðausturs, í áttina til Hveravalla. Land er hér mishæðalaust að kalla og hallar liægt til austurs. Riðum við um heiðainóa, mela og lækja- drög og fórum greitt, því að nú rákust hestarnir vel. Eftir tæpan klukkutíma fórum við yfir Beljanda. Héldum við enn sömu stefnu uns við komum að Þegjanda, og var örskamt þaðan á Hveravelli. Höfðum við stefnt rétt og komum á völluna kl. 2]/2. Sleptum við hestunum haftlausum og sett- umst að í stóru sæluhúsi, sem vegamálastjóri lét reisa 1922. Hvíldin var góð.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.