Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 49

Réttur - 01.02.1927, Page 49
Júdas Iskaríot. Ekki væri rjett að segja, að Júdas ískaríot væri óþekt persóna. Hvar sem nafn Jesú Krists þekkist, þar má segja, að nafn Júdasar þekkist einnig. Nöfn þeirra fylgjast að, eins og Ijósið og skugginn. Það eru drottinsvik Júdasar, sein halda nafni hans á lofti. Einn atburður í lífi hans hefir ræmt hann, og veitir hann nokkra Jiekkingu á manninum, en með fullum rjetti má þó segja, að við þekkjum Júdas fremur lítið. Okkur hefir lítið verið um hann sagt, að undanskildu þessu eina, og lítið mun hafa verið um það hirt, að reyna að gera sjer grein fyrir því, hvað það muni hafa verið í eðli hans og umhverfi, sem hratt honum út á hina örlagaþrungnu svika- braut. Jeg vildi í erindi þessu gera ofurlitla grein fyrir því, hvernig Júdas hefir komið nrjer fyrir sjónir, þegar jeg hefi dregið saman í eitt og athugað alt það, sem okkur er um hann sagt. I. Saga Júdasar, sú er nýjatestamentið flytur, er þessi: Hann er lærisveinn Jesú Krists og einn í liópi þeirra tólf, sem Jesú eru nánastir. f Jóhannesar guðspjalli er þess ennfremur getið, að hann hafi haft fjármál flokksins ineð höndum og það með, að honum hafi verið á móti skapi bruðlun á fjármunum og það gefið í skyn, að sú spar- semdarhneigð hans hafi verið af þeim rótum runnin, að hann hafi stolið úr pyngjunni. Meira er okkur ekki sagt 4*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.