Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 50

Réttur - 01.02.1927, Page 50
52 JÚDAS ÍSKARfOT [Rjettur um starf hans í lærisveinahópnum. Næsti þátturinn í sögu hans er hinn alkunni, sem öll guðspjöllin skýra frá: Hann svíkur meistara sinn, selur hann í hendur fjandmannanna og tekur fje fyrir. Um endalok lífs hans fer tvennum sögum. Mattheusar- guðspjall flytur hina alkunnu sögu um iðrun hans og sjálfsmorð. í postulasögunni er aftur á móti sagt svo frá, að »hann steyptist á höfuðið og brast sundur í miðju, og iðrin öll fjellu út« (Postulasaga 1, 18.). Liggur næst að líta svo á, að afdrif hans hafi verið ókunn, og ekki ósenni- legt, að hann hafi gersamlega horfið sjónum hinna kristnu, að þessum atburðum loknum. En ekki þarf að efa, að mik- ið hefir verið um hann rætt, og er mjög eðlilegt, að ýmsar sögur mynduðust urn afdrif hans og þær eigi sem glæsi- legastar. Það fyrsta, sem um er að spyrja, ef við viljum þekkja Júdas, er ástæðan fyrir því, að hann gengur í Iærisveina- hóp Jesú. Sumum finst ef til vill, að ekki sje það með öllu lokað úti, að hann hafi frá byrjun stefnt að því að fá færi til að svíkja Jesú og eyðileggja með því þá hreyfingu, sem Jesú var að hrinda af stað. En við nánari athugun getur sú skýring ekki staðist. Óhugsandi ev, að í byrjun liafi hin nýja stefna vaxið andstæðingunum svo i augum, að þeir hafi sjeð þörf svo langsóttra ráðstafana. Enda sýnir sag- an um iðrun Júdasar og sjálfsmorð, að alment hafa hinir kristnu ekki litið á hann sem forhertan svikara. En þá er ekki um aðra skýringu að ræða en þá, að hann Iiafi orðið snortinn af boðskap Jesú og fundið hjá sjer þrá til að leggja liönd að því verki, að brjóta honum braut til sigurs. Verður af því ljóst, að ekki hefir Júdasi verið alls varnað, og skyldi maður eigi síður reikna honum það til verðleika, að hann hafði þor í sjer til að ganga opinber- Iega í lið með spámanni, sem af mörgum var talin hættu- legur maður og einkum þó af þeim, sem hærra voru settir í þjóðfjelaginu. Nýjatestamentið fræðir okkur ekkert um það, hverrar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.