Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 51

Réttur - 01.02.1927, Side 51
Rjettur] JÚDAS ÍSKARÍOT 53 stjettar Júdas var, eða hvaða störf hann hafði með hönd- um, áður en hann gekk í lærisveinahópinn. En til eru munnmæli um það, að Júdas hafi verið af æðri stjettum. Ef þeirri sögu mætti treysta, þá finst mjer hún varpa nýju ljósi yfir Júdas og lífsferil hans og verði þá auðveldara að gera sjer grein fyrir honum. Líf hinna svo nefndu æðri stjetta er á vissan hátt andlegra en líf undirstjettanna. Þær eru óþjakaðar af áhyggjum fyrir daglegu brauði og þeim gefst tími til að kynna sjer ein og önnur fræði og geta þær gert sjer skýrari grein andlegra hreyfinga. Meðal þeirra er oft rætt ineð víðsýni og hrifni um mikilleik fag- urra hugsjóna, hvar sem þær birtast eða hafa birtst. Þar er dást að þori og þreki, óeigingirni og fórnfýsi. Þar er dást að hetjum, sem standa einar uppi og láta á sjer brotna ofsóknaröldur þröngsýnis og ofstækis. Þar getur ungum mönnum virst það háleitt hlutverk að standa með þeim og falla. Gerum okkur grein fyrir Júdasi út frá því. Hann er al- inn upp við mentun og víðsýni. Hann er í æsku brennandi fyrir því að leggja lið sitt göfugum hugsjónuin. Hann kynnist því fegursta, sem vitað hefir verið meðal þjóðar lians og les það með augum hins víðsýna mentamanns, en ekki í gegn um gleraugu hins rjetttrúaða guðfræðings. Hann hefir lesið sögu þjóðarinnar og þekkir spádóma um viðreisn hennar og vonir hennar og drauma um komu nýs leiðtoga. Hann hefir einnig þekt sögu annara þjóða og kynt sjer boðskap spáinanna þeirra. Hann hefir meðal annars þekt sögu Sókratesar og hún kveikt hjá honuin til- finninguna fyrir því, hve dásamlegt það er, að hafa þor til að deyja fyrir sannleikann, og hvílík ógn það er mannlíf- inu, að spámennirnir skulu standa einir uppi. Vel er hugsanlegt, að Júdas hafi gengið í flokk með Jesú fyrir þær sakir að einhverju leyti, að honum hafi í hug komið, aö Jesús væri sá, er þjóðin átti von á sjer til við- reisnar. Getur maður vel hugsað sjer Júdas heilan ætt- jarðarvin, og væri þá ekkert ólíklega til getið, að hann hafi

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.