Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 54

Réttur - 01.02.1927, Page 54
56 JÚDAS ÍSKARÍOT [Rjettur sína, án alls tillits til þess, hvað þeir muni bera úr býtum. Það hefir engin áhrif á afstöðu þeirra gagnvart hugsjón sinni, þótt svo megi virðast að hún geti enga framtíð átt og jafnvel þótt þeir sjái það sjálfir. Það er eigi aðeins dýpsta nautn lífs þeirra, að fórna hugsjón sinni öllu því er krafist verður, heldur er þeim það svo rík þörf, að ekki tjáir á móti að standa. Með því einu hafa þeir frið í sálu sinni. En aðrir eru þeir, sem eiga hugsjónirnar. Margur leitar hugsjóna til að fá verkefni og hrinda í burtu tómleika. Sumir ganga í hugsjónafjelög til að leita valda og upp- hefðar. Þeir elska hugsjónina sem farartæki að settu inarki í eigin hagsmuni. Sumir elska hugsjónir á sama hátt og lausingi í ástarmálum elskar fagra konu. Þeir daðra við þær. Þær eru þeim nautnameðal í tómstundum. Ást þeirra getur varað meðan alt gengur að óskunr. En þeir eiga enga þrá og finna enga skyldu á sjer hvíla til að líða með hugsjón sinni og fórna. Geri hugsjón þeirra þá kröfu til þeirra, að þeir leggi mikið í sölurnar: vinsældir og álit, stöðu og mannvirðingar, þá snúa þeir við henni bakinu. Geri hún þá kröfu til þeirra, að þeir neiti sjer um þau lífs- þægindi, sem þeir hafa vanið sig við, þá uppgötva þeir það, að hún er óalandi. Þetta eru sjaldnast vísvitandi fals- arar. Það er skilningsleysi á eðli hugsjóna, sem er þess valdandi, að þeir taka að tilbiðja þær og telja sig hug- sjónamenn, eða það er skortur á manndómi þeirra, sem veldur, að þeir kikna, þegar fórnanna er krafist. I flokki þessara manna er Júdas. Hann er ekki nógu andlaus maður til þess að vera ekkert við hugsjónir riðinn. Hann þyrstir eftir athafnaríkara lífi en honuin býðst í upp- vexti. Sem æskumaður fær hann að skygnast inn í hug- sjónaheima og virðast þeir dýrlegir og bjóða göfugt og nautnaríkt starf. Hann fær fregnir af, að spámaður er fram kominn meðal þjóðar hans. Allstaðar er um hann rætt og dómar misjafnir. Júdas finnur, að hjer er á ferð- inni einn af þeim spámönnum, sem hann hafði dýpst lotið.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.