Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 55

Réttur - 01.02.1927, Page 55
Rjettur] JÚDAS ISKARíOT 57 Þegar hann heyrir, að Jesús er fyrirlitinn og yfir honum eru feldir áfelíisdómar, þá blossar upp að nýju tilfinning lians fyrir því, hvaða viðtökur spámenn mannkynsins höfðu ætíð hlotið meðal samtiðar sinnar, og hann finnur sjálfan sig reiðubúinn að aftra því, að þannig veröi við- tökur að þessu sinni. Og það dregur ekki úr ásetningi lians, ef hann verður þess var, að einhverjir taka að gera sjer vonir um, að hjer sje á ferðinni sá, sem þjökuð þjóð hefir vænst kynslóð eftir kynslóð til endurreisnar sjer. Hann gengur í lið með honum og finst, að ekkert geti gefr- ið lífi hans gildi móts við það að fá að starfa með spá- manni, og alt það, sem hann þarf að leggja í sölurnar, sje lionum í raun og veru einskis virði. Um skeið er hann heill og óskiftur. Af fjöldamörgum áhangendum Jesú er hann einn af tólf, sem mynda innri hring uihhverfis hann. Og hann kemst til meiri valda. Hann hefir með höndum fjármál flokksins. Ekki er ósenni- legt, að hinir lærisveinarnir hafi litið upp til hans og fund- ið, að hann stóð þeim framar að lærdómi og ýmiskonar menningu. En þegar lengra líður, fer starfið með spámanninum að verða hversdagslegra. Hann getur ekki orðið eins náinn hinum postulunum og þeir eru hver öðrum. Hann er aðals- maður og saknar margs hjá þessum nýju fjelögum sínum, sem hann hafði áður notið í vinahópi. Þeir hugsa á annan hátt en hann. Að því leyti, sem þeir eru fyrir utan hinn nýja hugmyndaheim, sem Jesús hefir fært þá í, þá á Júdas fátt sameiginlegt með alþýðumönnunum. Eflaust hefir hann líka orðið þess var, að spámaðurinn mat aðra meira en hann, jafnvel þótt hann væri þeirra lærðastur og líefði mestu afsalað sjer til að fylgja honum. Pjetur, Jakob og Jóhannes tengjast Jesú nánari böndum, og þíír eru ineð honum á tilkomumestu stundunum, svo sem þegar hann vekur upp dóttur Jaírusar og þegar hann ummyndast á fjallinu, en Júdas fær þar hvergi nærri að koma. Það gengur á ýmsu með lýðhylli Jesú. Ýmist hrífur hann fjöld-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.