Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 58

Réttur - 01.02.1927, Page 58
60 JÚDAS ÍSKARÍOT [Rjettur IV. Þannig er myndin, sem jeg hefi gert mjer af Júdasi. Vera má, að sumum virðist jeg liafi fegrað hann um of. En mjer finst myndin ekki vera neitt glæsileg. 1 honum sje jeg alt það, sem mannkyninu hefir mestri bölvan valdið. Hann er ekki í andstöðuhópi háleitra málefna, heldur með- al lærisveinanna. En hann svíkur, þegar á herðir. Hann leitar hugsjóna, til að daðra við þær. Hann tilbiður þær, meðan hann getur vænst ávinnings. En hann skilur ekki insta eðli þeirra og skortir manndóm til að standa með þeim í blíðu og stríðu. Hann er til með að berjast með þeim, sem minni máttar er, meðan hann gerir sjer vonir um, að sá verði sterkari innan skamms. En sjái hann, að andstæðingurinn muni bera hærri hlut, þá gengur hann yfir í lið hans. Þannig er Júdasareðlið, sem svikið hefir allar hugsjónir, sem fram hafa verið bornar mannkyninu til frelsunar. Það er ekki mannvonskan eða löngun til að láta ilt af sjer leiða. Það er ístöðuleysi og ræfilsháttur, sprottið af því, að maðurinn getur ekki vaxið frá áhrifum af óheppilegu uppeldi og spillingunni í umhverfinu. Gunnar Benediktsson.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.