Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 61

Réttur - 01.02.1927, Page 61
Rjettur] KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR 63 Fyrir ófriðinn mikla var uppgangur auðvaldsins hjer á landi svo mikill að undrum sætti. Allir atvinnuvegir ukust og margfölduðust. Landsmenn áttu aðeins eina ósk, aö verða sjálfstæð þjóð og njóta allrar þessarar dýrðar. Svo kemur stríðið og að því loknu tekur auðvaldinu að hnigna allsstaðar í Evrópu, og íslensku atvinnuvegirnir, sem eru eins og dropi í hafinu, magnlausir í öiduróti heimsvið- skiftanna, fylgjast auðvitað með. íslendingar framleiða mestmegnis fyrir erlendan markað, bæði bændur og út- gerðarmenn, en markaðurinn hefir gerst ótryggur vegna hinnar almennu hnignunar og þverrandi kaupgetu við- skiftavinanna erlendis. Bæði lijer og erlendis hefir hnign- unin liaft í för með sjer, að auðvaldsliðið hefir þjappað sjer í þjettari fylkitigar en nokkru sinni áður, og lætur nú einskis ófreistað til að halda velli á kostnað hinna vinn- andi stjetta. Hvaða áhrif hefir þetta á kjör bændastjettarinnar? Fróðlegt væri að bera saman kjör landbúnaðarins fyrir stríðið og nú. Það er allerfitt að gera sjer grein fyrir hlut- deild bænda í tekjum og neyslu þjóðarinnar, þar sem ekki eru til nema mjög ófuflkomnar skýrslur til að vinna úr. Hið eina, sem völ er á til leiðbeiningar, eru upplýsingar Hagstofunnar um útflutning og innflutning. Samkvæmt þeim er liægt að reikna út hlutdeild landbúnaðarins í út- flutningnum, og af henni má nokkuð ráða, þegar þess er gætt, að mest er framleitt fyrir erlendan markað. Af land- búnaðarafurðum er kjötið aðalvaran, og af sjávarafurð- um fiskurinn, hvorstveggja er nokkuð neytt í landinu sjálfu og mun það nokkurnveginn vega salt. Læt jeg hjer fylgja tölur, sem sýna hve margir hundraðshlutar land- búnaðarafurðirnar voru af útfluttum vörum, miðað við verð, nokkur ár fyrir og eftir stríð. Allar tölurnar hefur Hagstofan sjálf reiknað út nema tvær síðustu sem fást með því að leggja saman verð þeirra útflutningsvara, senr telja má til landbúnaðarafurða. (Kjöt, lifandi skepnur, tóvöru- efni, skinn, hár, feiti, mjólkurafurðir). Tölurnar síðustu

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.