Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 63

Réttur - 01.02.1927, Side 63
Rjettur] KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR 65 um helming frá því fyrir strið og fer stöðugt þverrandi, en áður fór hún vaxandi. Og það er þetta sem mestu máli skiftir. Tiltöluleg fólksfækkun í sveitunum hefir bersýnilega engin áhrif á hækkunina í hlutdeild landbúnaðarins fyrír stríðið og lækkunina að því loknu, enda er hún hverfandi i samanburði við þær tölur. Annað verður og greinilegt við samanburðinn, en það er að sveiflurnar eru miklu meiri eftir styrjöldina en áður, enda er einkenni þessa tímabils óstöðugt og umhleypinga- samt atvinnulíf yfirleitt. Hefir þetta, eins og kunnugt er, komið ærið þungt niður á almenningi, ekki síst bændum. Hver er nú orsök hnignunarinnar? Það er á allra vit- orði, að stórútgerðin hefir vaxið landbúnaðinum yfir höf- uð, en með hverjum hætti, hefir ekki verið rakið niður í kjölinn sem skyldi. Nokkur ráðning fæst með því að bera saman verðlag á aðalframleiðsluvöru bændanna, kjötinu, og öðrum almennum lífsnauðsynjum, fyrir og eftir stríð. Ef vjer teljum meðalverð á útfluttu kjötmeti 100 árið 1913 og berunr svo saman við almennar verðlagsvísitölur á lífs- nauðsynjum nokkur ár eftir stríðið, fáum vjer tölur þær, sem hjer fara á eftir. Almennu vísitölurnar eru miðaðar við smásöluverð í Rvík. í Júlí 1914, sem talið er 100, en fyrir hin árin nefnum vjer smásöluverð í Október. Ár. Meðalv. á útfl. kjötrneti. Meðalv. á alm. lífsnauðs. 1913 100 1914 100 1920 313 460 1921 276 332 1922 186 286 1923 209 268 Þesar tölur eru lærdómsríkar. Eins og jeg gat um í I. hluta ritgerðar þessarar, hafa gengið yfir harðar landbún- aðarkreppur erlendis eftir stríðið, sem stafa af því, að 5

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.