Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 65

Réttur - 01.02.1927, Page 65
Rjettur] KOMMÚNISMINN OG BÆNDUR 67 lega miklu þyngri heimili en kaupstaðarbúar og gjalda mikið af vinnukaupi í vörum, sem tollur er greiddur af. Illir eru aðflutningstollarnir, en verra er þó útflutnings- gjaldið. Aðflutningstollarnir hafa þó á sínum tíma haft þýðingu fyrir búskaparlag auðvaldsins, og fátt er svo með • öllu óalandi að ekki megi verja með nokkurum rjetti. En í útflutningsgjaldinu er ekkert skynsamlegt vit. Það er ekkert annað en ranglátur skattur, sem auk þess er til niðurdreps fyrir frainleiðsluna. Útflutningsgjald eftir verð- mæti af öllum útfl. vörum nema síld, fóðurmjöli og áburð- arefni hefir hækkað þannig árin 1922—1925: Ár. Útflutningsgj. í þús. kr. 1922 ............................... 403 1923 ............................... 486 1924 ............................... 753 1925 ............................... 839 Aðalorsökin fyrir skuldafarginu, sem hefir lagst á bænd- ur eftir stríðið eru umhleypingarnir í atvinnulífinu, hinar miklu sveiflur á verðlagi og peningagengi. Vondu árin hafa safnað svo miklum skuldum að þau hafa gleypt alt, þó sæmilega áraði. 1' Búnaðarritinu 1923 gerir Jón H. Þorbergsson áætlun um tekjur og gjöld íslensks meðalbónda. Tilkostnaður all- ur er talinn í meðallagi. Fjenaðurinn er: 100 ær, 20 lömb, 2 hrútar, 2 kýr og 2—3 hross. Heimili: Hjón með 4 börn- um, vinnukona og unglingspiltur með lágu kaupi (kaup vinnukonu 400 kr. og piltsins 500 kr.) og svo kaupamað- ur og kaupakona í 9 vikur um sláttinn. Tekjurnar áætlar hann kr. 2068.00, en gjöldin kr. 3973.00. Tekjuhalli verð- ur þannig kr. 1905.00. Flestum mun finnast þetta sann- gjarn reikningur. Nú er það á vitorði manna, að húsakynni í sveitum eru víðast óviðunandi og fjelagslegt menningarlíf sama og ekkert. Þrátt fyrir alt þetta undrast menn fólksstrauminn 5*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.