Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 74

Réttur - 01.02.1927, Page 74
7G BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettui- aðar- og verkamanna ennþá ríkari við flutning þennan. Þótti nú Tschang-Kai-Shek súrt í brotið, er hann fjekk eigi vilja sinn fram. Hafði hann alt frá því norðurförin hófst, ráðið mestu sjálfur sem yfirhershöfðingi og ekkert skeytt boðum flokksstjórnarinnar. Hún hafði t. d. fvrir- skipað að Wuhan skylcli vera stjórnarsetur frá 1. janúar, en hann hafði gert Nantchang að stjórnarsetri. Sjálfur sat hann í 6 mikilvægustu embættunum og rjeð því öllu næstum sem alræðismaður. Byltingarmenn sáu brátt að alræði Tschang-Kai-Shek’s var að verða hættulegt og á flokksstjórnarfundi í mars, var hann sviftur öllum embættum sínum, nema yfirhers- höfðingjastarfinu, Wang-Ching-Wei var kallaður aftur og flokksstjórnin tók nú við völdum. Fyrst beygði Tschang- Kai-Shek sig og ljet sem vildi hann hlýða flokknum, en það var aðeins bragðvísi hans. Þegar verslunarbankinn í Shanghai, verkfæri bankaauðvaldsins enska, lánaði hon- um 10 miljónir dollara, sleit hann, 18. apríl, öllu sambandi við Wuhan-stjórnina og hóf uppreisn gegn henni. Alstað- ar, þar sem herdeildir þær er hann rjeð yfir, voru, rjeðst liann ógurlega á verkamenn, því hann kendi áhrifum þeirra um missi alræðis síns. í Shanghai, Futschau, Hang- chow, Nanking og Kanton, hóf hann hið hræðilegast blóð- bað, verkamenn voru drepnir hundruðum saman, fjelags- húsum þeirra lokað og annari kúgun beitt. — Byltingar- stjórnin setti Tschang-Kai-Shek þegar frá enibætti og lýsti hann í útlegð, en fól Feng-Yu-Hsiang yfirhershöfðingja- starfið. Hófst nú barátta milli byltingarstjórnarinnar og svikara þessa, er talið var að myndi brátt taka höndum saman við norðanherinn. Hjeruð þau, er byltingin áður var búin að vinna, skiftast svo á milli þeirra: Wuhan-stjórn- in ræður yfir Hunan, Hupe, Kiangsi, Schensi, Kansu, Kuichow, Kwangsi, Szechuan og hluta úr Honan, Kwan- tung og Nganhui. Tschang-Kai-Shek ræður yfir Kiangsu, Tschekiang, Fukien og meirihluta Kwangtung. Eru það einkum sjávarhjeruðin, þar sem borgaauðvaldið er sterk-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.