Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 75

Réttur - 01.02.1927, Page 75
Rjetturj BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN 77 ast og vernd Breta næst, en þar eru og samtök verkalýðs- ins öflugust. Meginhluti byltingarhersins fylgir stjórninni og ennfremur hinn ágæti her Feng-Yu-Hsiang’s (200000). En Tschang-Kai-Shek á aðstoð Breta vísa og nægð fjár, — og niá rnikið með því gera. Hinsvegar hefir Tschang-Kai-Shek mist inikið, sem von er, við slík svik. Meðal annars hefir sonur hans, sem er kommúnisti við Sun-Yat-Sen-háskólann í Moskwu, sagt slitið öllum böndum þeirra á milli. Koinmúnistarnir í Kína styðja nú Kuo-Min-Tang enn betur en fyrr og hafa tveir þeirra tekið við ráðherrastöðum í Wuhan-stjórninni, Hsa- Sao-chen orðið verkamálaráðherra, en Tang-Ping-san landbúnaðarráðherra. Byltingin í Kína er komin á hættulegasta stig sitt. Bylt- ingarstjettirnar eru klofnaðar, auk baráttunnar gegn er- lendu auðvaldi verður nú alþýðan að berjast gegn stór- borgarastjettinni innanlands. Bíður nú öli veröldin með óþreyju úrslita þessa hildarleiks. Frelsisbarátta undirokðuu þjóðanna. Mexiko. — Suður-Amerika. — Alþjódasamband gegn yfirgangi stórveldanna. Sífelt magnast barátta sú, sem háð er um allan heim milli auðvalds stórþjóðana annarsvegar og alþýðu flestra landa heimsins hinsvegar. Hefur »Rjettur« áður (9. og 10. árg.) greint frá baráttunni í Asíu og Afríku, þar sem fornar menningarþjóðir eru að reyna hrista af sjer alda- langa kúgun, og eiga þær þar einkum í höggi við Breta. i nýja heiminum hefur hinsvegar ríki komið fram á sjónarsviðið, sem áður taldi sjer vanvirðu að ágangi á rjett smáþjóðanna, en seilist nú flestum djarfar til yfirráða yfir framandi, frjálsum, þjóðum. Það eru Bandaríki Norð- ur-Ameríku. í síðasta hefti »Rjettar« var Iýst baráttu þeirra við Breta um völdin í Suður-Ameríku. Nú skal sagt lítt gjörlar frá baráttu þeirra við Mexiko og frelsishreyf- ingum þjóðanna í Suður- og Mið-Ameríku gegn þeim.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.