Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 76

Réttur - 01.02.1927, Page 76
78 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur Mexiko er um 20 sinnum stærra en Island (2 miljónir ferkm.) og íbúar þess um 17 miljónir. Þó ber þess aö gæta, að aðeins 8% landsins er ræktanlegt. Aðalhluti þjóðarinnar eru bændur. Þessir bændur hafa alt til þessa átt við hin hörmulegustu kjör að búa. Mestur hluti lands- ins er eign stórjarðeigenda og bændurnir verða að þræla fyrir þá. I þeim hjeruðum sem best lætur, vann 1910 að- eins tæp 12% af bændunum á sínu eigin landi, en 88% af þeim átti ekkert land. Að meðaltali átti aðeins 2—3% af bændunum land sitt sjálfir. Bændurnir voru þá mjög skuldugir og stórjarðeigendurnir hjeldu þeim í hreinasta þrældómi. Eftir hagskýrslunum 1910 má telja að tveir þriðju hlutar allra íbúanna hafi búið við slíkan þrældóm Auk þessara kúgara, sem áttu jörðina er alþýðan bjó á, var mexikanski bænda- og verkalýðurinn líka að berjast gegn útlendu auðvaldi, einkum hinu volduga auðvaldi Bandaríkjanna, sem seildist eftir hinum auðugu steinolíu- lindum landsins. Til varnar gegn þessum tveim aðalfjendum reis alþýð- an með byltingunni 1911, er D/oz-stjórninni var steypt frá völdum, þótt Bandaríkin styddu þá byltingarmennina í þeirri von að geta notað þá til að ná betra tangarhaldi á þjóðinni. Síðan hefir verið háð sifeld barátta, einkum þó til að hrinda áhrifum Bandaríkja-auðvaldsins á stjórn- endur landsins. Nú virðist þessi barátta vera að komast á hástig og því má nú við tíðindum búast. Fyrst harðnaði deilan út af valdi kaþólsku kirkjunnar. Varð úr því hin harðasta rimma milli þessa ógurlega aft- urhalds-valds, kaþólskunnar, annarsvegar og ríkisstjórn- arinnar hinsvegar, sem er studd af miðstjettum, verkalýð og bændum, en er þó aðallega miðstjettastjórn. Sú deila var ekki út af trúarefnum heldur völdum. Kaþólska kirkjan hjelt alt fram til 1857 því veraldlega valdi í Mexiko, er hún hafði á miðöldunum í Evrópu. Átti hún þá næstum helming allra auðæfa landsins, kúgaði bændurna ógurlega, hjelt lýðnum í slíkri fáfræði, að níu tíunduhlutar hans voru

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.