Réttur


Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 76

Réttur - 01.02.1927, Blaðsíða 76
78 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur Mexiko er um 20 sinnum stærra en Island (2 miljónir ferkm.) og íbúar þess um 17 miljónir. Þó ber þess aö gæta, að aðeins 8% landsins er ræktanlegt. Aðalhluti þjóðarinnar eru bændur. Þessir bændur hafa alt til þessa átt við hin hörmulegustu kjör að búa. Mestur hluti lands- ins er eign stórjarðeigenda og bændurnir verða að þræla fyrir þá. I þeim hjeruðum sem best lætur, vann 1910 að- eins tæp 12% af bændunum á sínu eigin landi, en 88% af þeim átti ekkert land. Að meðaltali átti aðeins 2—3% af bændunum land sitt sjálfir. Bændurnir voru þá mjög skuldugir og stórjarðeigendurnir hjeldu þeim í hreinasta þrældómi. Eftir hagskýrslunum 1910 má telja að tveir þriðju hlutar allra íbúanna hafi búið við slíkan þrældóm Auk þessara kúgara, sem áttu jörðina er alþýðan bjó á, var mexikanski bænda- og verkalýðurinn líka að berjast gegn útlendu auðvaldi, einkum hinu volduga auðvaldi Bandaríkjanna, sem seildist eftir hinum auðugu steinolíu- lindum landsins. Til varnar gegn þessum tveim aðalfjendum reis alþýð- an með byltingunni 1911, er D/oz-stjórninni var steypt frá völdum, þótt Bandaríkin styddu þá byltingarmennina í þeirri von að geta notað þá til að ná betra tangarhaldi á þjóðinni. Síðan hefir verið háð sifeld barátta, einkum þó til að hrinda áhrifum Bandaríkja-auðvaldsins á stjórn- endur landsins. Nú virðist þessi barátta vera að komast á hástig og því má nú við tíðindum búast. Fyrst harðnaði deilan út af valdi kaþólsku kirkjunnar. Varð úr því hin harðasta rimma milli þessa ógurlega aft- urhalds-valds, kaþólskunnar, annarsvegar og ríkisstjórn- arinnar hinsvegar, sem er studd af miðstjettum, verkalýð og bændum, en er þó aðallega miðstjettastjórn. Sú deila var ekki út af trúarefnum heldur völdum. Kaþólska kirkjan hjelt alt fram til 1857 því veraldlega valdi í Mexiko, er hún hafði á miðöldunum í Evrópu. Átti hún þá næstum helming allra auðæfa landsins, kúgaði bændurna ógurlega, hjelt lýðnum í slíkri fáfræði, að níu tíunduhlutar hans voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.