Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 81

Réttur - 01.02.1927, Page 81
Rjettur] BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN 83 tryggja sjer stórgróða sinn á allan liátt. Hernaðurinn hætti í Evröpu. Áður en hann hefst á ný á blóðvöllum Evrópu eða á ströndum Kyrrahafsins, þar sem mikill hildarleikur er í undirbúningi, mun honum haldið áfram í ýmsum myndum í Asíu, Afríku og Mið-Ameríku......... Þessvegna hafa fulltrúar á alþjóðafundinum gegn stórveldastefnu og nýlendukúgun, I febrúar 1927, ákveðið að stofna bandalag til baráttu gegn þessu. Vjer tilkynnum öllum undirokuðum þjóðum og öllum kúguðum stjettum hinna ríkjandi þjóða þessa stofnun. Vjer skorum á hvern þann að sameinast okkur, sem ekki hefir hagsmuni af kúgun annara, sem ekki lifir af ávöxtum þessarar kúgunar, sem hatar þrældóm og ánauð nútímans og þráir frelsi sitt og meðbræðra sinna. Hinar kúguðu þjóðir treysta fyrst og fremst á hjálp verka- Iýðsins í öllum löndum, því þær hafa sem hann, engu að tapa nema hlekkjunum....... Frelsi hinna kúguðu, smá- ríkjanna og undirokuðu nýlenduþjóðanna mun ekki draga úr efnalegri og andlegri menningu mannkynsins, heldur efla hana svo furðu sæti. Og því geta hinar þrælkuðu. þjóðir, sem eru mikill meiri hluti mannkynsins, líkt og verkalýðurinn, unnið allan heiminn, heim framtíðarinnar. Kúgaðar þjóðir og kúgaðar stjettir ,sameinist«. — Stjettastyrjöldin í Bretlandi. Pyrrusarsigur auðvaldsins i koladeilunni. — »Þrælalögin«. Svo sem kunnugt er orðið lauk hinu mikla kolaverk- banni í Englandi með ósigri námumanna. En svo dýr- keyptur varð sá »sigur« enska auðvaldinu, að langan tíma mun það þurfa til að bíða þess bætur. En því var ljóst að hjer var um meira en launadeilu að ræða. Þetta var orðin stjettabarátta, sem var að komast á sitt hæsta stig, verða aö baráttu um ríkisvaldið. Þessvegna beitti breska auð- valdið ríkisvaldinu gegn verkalýðnum sem frekast það mátti. Þetta virtust foringjar verkalýðsins ekki sjá, höfðu þeir bæði vanrækt undirbúninginn undir þessa orrahríð 6*

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.