Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 82

Réttur - 01.02.1927, Side 82
84 BARÁTTAN UM HEIMSYFIRRÁÐIN [Rjettur og svo brugðist þegar út í hana var komið. Þótti því verkalýðnum og þó einkum róttækari hluta hans full á- stæða til að rannsaka stjórnina á allsherjarverkfallinu og hvort ekki bæri að styðja námumenn. Fanst mönnum valið tækifæri til þess á verklýðsþingi því, er halda átti í Bournemouth um haustið. En þegar til kom bönnuðu »for- ingjarnir« að ræða þessi mikilvægustu mál, sem verkalýð- urinn þá hafði á dagskrá sinni. Fór þá æ fleirum verka- manna að þykja það óhjákvæmilegt að fá nýja róttæka og trúa foringja í stað þessara gömlu hægfara. Virðist það nú vera eitt örðugasta viðfangsefni breska verkalýðsins að skifta um foringjalið sitt. Vex sú hreyfing óðum, er krefst nýrra leiðtoga. Óháði jafnaðarmannaflokkurinn enski (I. L. P. ) samþykti t. d. nú á þingi sínu að hafa Macdonald ekki sem fulltrúa sinn í stjórn L. P. (Verklýðsflokksins) þar, sem liann væri eigi Iengur sömu skoðunar og flokkur- inn. En Macdonald þykir liafa brugðist ógurlega vonum manna í jafnaðarmálum. En breska auðvaldið hygst að láta knje fylgja kviði. Verkalýðurinn er tvístraður, viðurkendu foringjarnir deig- ir og »blendnir í trúnni«, völdin í höndum auðvaldsins — en vaxandi byltingarhreyfing meðal verkalýðsins. Hygst það því að gera nú þær breytingar á verklýöslöggjöf, er lami verklýðshreyfinguna algerlega. Frumvarp það, sem íhaldsstjórnin hefur lagt fyrir þingið, um þetta mál, fer fram á þetta í aðalatriöum sínum: Hvert það verkfall, sem miðar að einhverju ööru en lausn vinnudeilu innan þeirra iðngreinar, er verkamaður- inn tilheyrir, er ólöglegt, einkum þó ef það vill með þving- un liafa áhrif á stjórnina, hið opinbera eða mikilvæg fyrir- tæki þjóðfjelagsins. Við þessu liggja sektir alt aö 10 pund- um og refsing alt að 2 ára fangelsisvist. (Þetta er bann samúðarverkfalla, pólitískra verkfalla, allsherjarverkfalla o. fl.). Ríkisvaldið heitir hverjum þeim vernd og skaðabótum, er neita að taka þátt í slíkum verkföllum. Nær það einnig

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.