Réttur


Réttur - 01.02.1927, Side 86

Réttur - 01.02.1927, Side 86
88 VÍÐSJÁ [Rjettur Frelsi hans náði Iengra. Það náði og til undirokaðra þjóða. Hann hefur verið þeim hinn tryggasti málsvari, — en frelsisbaráttu undirokaðra stjetta átti hann bágara með að skilja. Þar var hinn »frjálsi andi« hans takmarkaður af stjett hans, borgarastjettinni. Einstaklingshyggjan er hin andlega stefna þeirra borg- ara, er hafið hafa sig svo upp úr heild stjettarinnar, að þeir Ijetu sjer ekki lynda frelsiskröfur hennar á stjórnmála- og atvinnusviðinu, en færðu þær yfir á andlega sviðið líka, gerðu sömu frelsiskröfur í bókmentum, listum og trú. Það ógnaði oddborgurunum sjálfum, senr unnu kyrstöðunni á þessu sviði, fanst það veita sjer svo unaðslega ró að sjá Iífið sífelt sveipað sama rómantiska svikabjarmanum í spegli listanna og allar rúnir lífs og rök ráðin til fullnustu af guðfræði rjetttrúnaðarins. Þessa skjaldborg rufu a- stungumenn einstaklingshyggjunnar og það varð hlutverk Brandesar að rjúfa hana í hinu útvalda flatlendi miðlungs- menskunnar, Danmörku. — Og þá fjekk og Island eitt af því fáa »frá Dönum, sem gæfan oss gaf«. Brandes var glæsilegasti andlegi boöberi borgarabylt- ingarinnar dönsku. Hugsaði hann þó aldrei sem stjettar- maður vísvitandi, en leit á sig sem alfrjálsan einstakling að vanda sinna stefnubræðra. Brandes áleit aðaltilgang þjóðfjelagsins þroskun ein- staklingsins. Mun hann hafa álitið stefnu þá andsnúna jafnaðarstefnunni — og sú er skoðun ýmissa að »indivi- dualismi« og »sosialismi« sje andstæður. Eigi er þó svo. Sje þroskun einstaklingsins — c: allra einstaklinga hvers um sig — takmarkið, þá sameinast þar einmitt stefnur þessar, er andstæðar þykja. Sje hinsvegar aðeins þroskun hinna sterkustu einstaklinga takmarkið, svo sem fyrir Nietsche vakir, þá er það kenning um þroskun yfirstjett- anna einnar saman, sem »hinir« eigi að þræla fyrir, kenn- ing, sem er í fullu samræmi við ríkjandi skipulag, en engir af áhangendum þess hafa þó einlægni til að halda henni

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.