Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 90

Réttur - 01.02.1927, Page 90
92 VÍÐSJÁ [Kjettur Landbúnaður 10,092. Fiskiveiðar 14,800. Iðnaður og handverk 6,792. Verslun og samgöngur 8,965. Heimilishjú 6,384. Á 7 árum hefir auðvitað ýmislegt breytst og þá vafalaust í þá átt að fjölga verkalýðnum. Þetta yfirlit sýnir verklýðssamtökunum gerla hvert starf bíð- ur þeirra. Af þessum 47 þús. eru 25 þús. framfærendur og tak- mark samtakanna mun verða að vera að ná þeim öllum í verk- lýðssamtök — og starfsmönnum ríkisins líka, en þeir ei-u 1777 framfærendur. Enn sem komið er, eru innan vjebanda Alþýðu- sambandsins um 5000, nokkuð er í verklýðssamtökum utan þess og allmargir í iðnaðarmanna-, ríkisstarfsmanna- og farmanna- fjelögum utan verklýðssamtakanna. Mun því tala »organiser- aðra« verkamanna mun hærri en þetta. En skýrast sýnir þetta þó allri íslenskri alþýðu, bændum og verkalýð, hve sjálfsagt það ætti að vera að þessar stjettir, sem til samans eru 85% allrar þjóðarinnar, færu saman með völdin og þjóðfjelaginu væiú stjórnað með hagsmunum þeirra fyrir augum. Takmark jafnaðarstefnu nútímans, kommúnismans, er einmitt að sameina þessar tvær aðal vinnandi stjettir, sem nú er mest gengið fram hjá, þá ríkjum er ráðið, í eina sterka, sam- huga heild, sem -reisi þjóðfjelag vort á nýjum grundvelli, þar sem líf og atvinna þessara vinnandi stjetta er betur trygð en nú. Við sjáum því af þessum samanburði, að hjer sem úti í heimi, er kommúnisminn hreyfing í þágu yfirgnæfandi meiri- hluta mannkynsins.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.