Réttur


Réttur - 01.02.1927, Page 91

Réttur - 01.02.1927, Page 91
R i t s j á Theodor Friðriksson: Lokadag- ur I. Rvík 1926. Menn tala með fjálgleik miklum um hvernig þjóðin hvað eftir annað hálfdrepi skáld sín og ýmsa ágætismenn úr hor — og finst vel og maklega sagt, þegar stórskáld, sem við erum að fara með á sama hátt, rífur hræsnisblæjuna af þessari »iðrun vorri eftir dauðann«, með því að segja: »Og ef að við drepum þig aftur úr hor, í annað sinn grætur þig þjóðin«. — Það er auðvelt að tala fagurlega um slíkt, þegar sá, sem á í hlut, hefir slíkan kraft til að bera, að honum auðnast að brjóta af sjer þá andlegu hlekki, sem fátækt og sultur leggja á menn, rísa upp yfir það og láta það í litiu skemma list sína. En annar hreimur mun koma í röddina, þegar ritin, sem þeir menn gefa út, er hefðu ef til vill getað orðið slíkir andans menn sem þeir, sem nú eru grátnir, — þegar þau bera vottinn um að fátæktin og eymdin, sem skáldið hefur átt við að stríða alt sitt líf, er og farin að setja hræðileg mörk sín á anda hans og list. Theodór Friðriksson er maður, sem alt sitt líf hefur lifað við fátækt, sem hún er verst hjer á landi. Hann hefur orðið að þola alt það þrældómslíf, sem verkalýður sá lifir, er verður að þeyt- ast landshornanna á milli til að elta tækifærin til að fá að þræla. Hann hefur stundað hákarlaróðra, verið fjölmargar vertíðir á Siglufirði og Vestmanneyjum og' á flestum þeim stöðum lands, sem atvinnu er að hafa fyrir aðkomufólk. Er nú nokkur von til þess, að þetta sje álíka skóli og ítalíuferðir eða sífeld andleg samvist við mestu andans jöfra heims? Samt hefur þessi maður sýnt að nokkuð hefur í honum búið. Skáldsagan »Útlagar«, sem hann reit fyrir 6 árum, sýndi mikinn þrótt og skáldleg' tilþrif. Var hún einnig mjög sjerstæð sem þjóð- fjelagslýsing og í því efni rannsóknarverð. — Nú hefur höf. gefið út fyrri hluta bókar, er heitir »Lokadagur«. Ekki hlýðir að dæma um hana fyrr en öll er, en sýnileg virðast þó aftur- fararmerki frá hinni fyrri. »Útlagar« voru gagnrýning á hinu upprennandi borgaralega þjóðfjelagi — og svo virðist, sem þessi verkamaður, með þær tilfinningar og' gáfui', sem hann hef- ur, og það líf að baki sjer, sem hann á, hefði átt nægan eld í

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.