Réttur - 01.01.1952, Side 16
16
RETTUR
inum heima, varð nú á skömmum tíma að átta sig á þessu auð-
valdi og aðförum þess. Hvort sem þetta bændafólk varð að
verkalýð í stóriðjuborgunum eða því tókst að brjóta sér land
og yrkja eigin jörð, þá var höfuðvandamálið hið sama: vörnin
gegn yfirgangi auðvaldsins. Hið íslenzka bændafólk var hart og
raunsætt, fátækt og frjálshuga, menntað á sína þjóðlegu vísu og
óspillt, miðað við þann geigvænlega þjóðfélagslega tvískinnung,
er það hitti fyrir þar vestra: þjóðfélag stéttamótsetninganna, sund-
urgrafið af lygi og yfirdrepsskap. Og þetta fátæka, heiðarlega
bændafólk stendur nú allt í einu gagnvart auðhringum, sem
einskis svifust. Auðmenn Ameríku mútuðu ráðherrum og forset-
um, keyptu upp kirkjur og skóla, útrýmdu frjálsri blaðamennsku
Ameríku og settu í staðinn gula vændispressu. Dómstólarnir urðu
ofsóknartæki í höndum þeirra, og önnuðust dómsmorðin, þegar
leigumorðingjum auðmannanna tókst ekki að vinna sitt verk.
Góðgerðastarfsemin varð blekkingastarf til að sefa rændan lýð.
Einokun og hverskonar sérleyfi öðluðust auðmennirnir í krafti
pólitískrar spillingar. Með „lýðræði“ á vörunum stal auðvald
Ameríku lýðræði Jeffersons og Lincolns og setti í staðinn um-
skipting sinn: einræði ískalds peningavalds íklætt í gervi lýðræð-
isins, alræði Mammonsdýrkenda, skrýtt í kápu Krists.
Þessu fyrirbrigði þurftu nú þessir fátæku sveita- og mennta-
menn íslands, er vestur fóru fyrir og um aldamótin 1900, að átta
sig á og brjóta til mergjar.
Hvernig voru þeir útbúnir í þá andlegu baráttu?
Þeir voru týgjaðir sárri reynslu kúgaðrar þjóðar, sem erlendur
aðall og auðmenn höfðu nær gengið af dauðri með arðráni sínu.
Þeir voru undir andlegri handleiðslu Jóns Sigurðssonar, sem hafði
kennt þeim að líta á aðgerðir hinnar dönsku yfirstéttar — ekki
sem „hjálp“ og „styrk“, — heldur sem vægðarlaust arðrán. Þeir
hötuðu og óttuðust peningavaldið og ógnir þess samkvæmt eðlis-
ávísun manna, sem hafa verið fátækir, kynslóð fram af kynslóð,
öld fram af öld.
Með þessu andlega veganesti tók nú það bezta, sem íslenzka
þjóðin átti til á þeim tíma að glíma við hið nýja viðfangsefni:
auðvaldið. „í upphafi var orðið.“ Frumskilyrði baráttunnar gegn
auðvaldinu var að skilja það, átta sig á hættum þess og finna að
það þyrfti að berjast gegn því.
Sá, sem verður brautryðjandinn í þessu verki, að átta sig
á auðvaldsskipulaginu og boða hættur þess fyrir íslendingum:
bændum og verkamönnum, er „mesti maðurinn meðal íslenzkra
skálda,“ — sá íslendingur, sem frá því ísland bygðist reis einna