Réttur - 01.01.1952, Page 81
RÉTTUR
81
slíkum tilfellum, atvinnuleysi, gjaldþrot fyrirtækja, framleiðslu-
stöðvun. Þessi kreppa stafaði því að mestu af fyrirbærum, sem
gerðust utan okkar lands en við voruð háðir sökum viðskipta-
legrar aðstöðu.
Nú er aftur skollin önnur kreppa yfir íslenzkt atvinnu- og efna-
hagsiíf. En nú eru ástæður allt aðrar. Einkennin eru hin sömu
heima fyrir, fjárhagserfiðleikar, yfirvofandi gjaldþrot fyrirtækja,
og þar af leiðandi almennt atvinnuleysi ásamt minnkandi kaup-
getu. En ástæðan er ekki markaðshrun eins og áður var. Ekki held-
ur verðlækkun á útfluttum afurðum. Enn þá síður skortur á fram-
leiðslugetu.
Af öllum tegundum útflutningsframleiðslunnar gátu íslendingar
selt meira en þeir höfðu á boðstólum á síðasta ári. Verðið var
hækkandi svo sem útflutningsskýrslurnar sýna.
Framleiðslutækin voru þó engan veginn notuð til fulls, sér-
staklega þau, sem ætluð eru til að fullnýta sjávaraflann, s. s. hrað-
frystihús, fiskimjölsverksmiðjur, fiskþurrkunarhús o. fl.
Manni verður eðlilega á að spyrja:
Hvað veldur þessum ósköpum?
íslendingar hafa eignast 40 nýja togara á síðustu fimm árum.
Þeir hafa eignast tugi nýrra fiskibáta, og þó er munurinn jafnvel
mestur á sviði fiskiðnaðarins, það er möguleikarnir til að gera sem
mest gjaldeyrisverðmæti úr hráefni því sem aflast.
Markaðirnir eru nægir og verðið hækkandi.
Og í viðbót við allt þetta höfum við fengið 500 millj. í Marshall-
aðstoð á þessum árum. Samt er stöðvun, kreppa og atvinnuleysi.
Astæður núna eru því alveg hinar gagnstæðu við það, sem
var í kreppunni fyrri, þótt ástandið virðist nú ætla að verða hið
sama eða verra.
Til þess að öðlast skilning á þessu einkennilega fyrirbrigði er
nauðsynlegt að skilja hið raunverulega eðli Marshalláætlunar-
innar og þeirrar fjármálastefnu er fylgt hefur verið samkvæmt
skilyrðum hennar. í fljótu bragði mætti virðast, sem undir öllum
kringumstæðum væri það til stórra hagsmuna hverri þjóð, að fá
Sefin stór fjárframlög bæði til framkvæmda sinna og neyzlu. En
í reyndinni verður málið miklu flóknara.
Gildi fjármagnsins verður fyrst og fremst að dæma eftir áhrifum
þess á framleiðslutekjur og þar með auðsöfnun þjóðarinnar, þ. e.
efnahagsþróun hennar. Til frekari skýringar má segja að um
þrennskonar fjármagn geti verið að ræða. í fyrsta lagi eigið fé,
sem þjóðin hefur aflað með vinnu sinni, það er tvímælalaust hag-
stæðasta tegund fjármagns, sem um er að ræða, því henni fylgja
6