Réttur


Réttur - 01.06.1952, Side 13

Réttur - 01.06.1952, Side 13
RÉTTUR 141 varð tala þeirra lista, er í umferð komust, meir en fjögur þúsund. Sósíalistaflokkurinn annaði nær allri dreifingunni og hafði á hendi skipulagningu söfnunarinnar. Margir sjálfboðaliðar gáfu sig fram þegar fyrstu dagana og jókst f jöldi þeirra allan tímann. Má fullyrða, að um eitt þúsund manns hafi tekið virkan þátt í undirskriftasöfn- uninni. Auk skrifstofu Sósíalistaflokksins voru skrifstofur Iðju í Reykjavík og Dagsbrúnar virkar í dreifingu listanna. Sömuleiðis allar verzlanir Kron og bókabúð Máls og menn- ingar. Nokkrar aðrar verzlanir í Reykjavík höfðu lista frammi. Þjóðviljinn var eina dagblaðið, 3em beitti sér fyrir söfn- uninni. Dag eftir dag hvatti hann íslendinga til að leggja undirskriftasöfnuninni lið, túlkaði hinar ýmsu hliðar máls- ins, birti upplýsingar um gang söfnunarinnar og skipu- lagði starfið. Hann var í senn daglegur skipuleggjari söfnunarinnar og áróðurstæki hennar. Hin dagblöðin kusu þögnina. í ríkisútvarpinu var af hálfu nefndarinnar haldið uppi samfleyttri auglýsingastarfsemi. Helgina eftir að söfnuninni var hrundið af stað, héldu sósíalistar Jónsmessumót sitt á Þingvöllum. Var undir- skriftasöfnunin einn þáttur mótsins og fengust þar um 500 nöfn, en allflestir mótsgestir höfðu þá þegar skrifað undir. Tveim dögum eftir að söfnunin hófst, úrskurðaði bæjar- ráðið í Reykjavík hina dæmdu út af kjörskrá til forseta- kjörs. Ýtti þessi ráðstöfun enn undir þátttöku almenn- ings á söfnuninni. Fáeinmn dögum eftir að söfnunin hófst, fóru beiðnir að berast utan af landi um fleiri lista. Og þann 27. júní birti Þjóðviljinn fyrstu tölurnar utan af landi: 65 nöfn frá Graf- arnesi í Grundarfirði og 48 nöfn frá Sveinseyri í Tálkna-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.