Réttur


Réttur - 01.06.1952, Page 27

Réttur - 01.06.1952, Page 27
RÉTTUR 155 þ.e. 67—70% aukning. Af þessari upphæð eiga 37—38 milljarðar að ganga til þungaiðnaðarins, en það er meira en h'elmingi meira en ráðgert var í upphafi. Upphaflega var gert ráð fyrir 86,4% aukningu í iðnaðinum í heild, en nú var það mark hækkað upp í 200%. Mest átti aukningin að verða í þungaiðnaðinum, 280 —290% í stað 104,3%. Léttaiðnaðurinn átti að aukast um 150% í stað 72,9%. Hin nýja áætlun mun hafa í för með sér breytingu á hlutföllum innan iðnaðarins, þannig að hlutur þeirra iðngreina, sem fram- leiða framleiðslutæki, fer vaxandi og nemur í lok áætlunarinnar 70% af verðmæti allrar iðnaðarframleiðslunnar, en hlutur þeirra iðngreina, sem framleiða neyzluvörur, lækkar ofan í 30%, enda þótt verðmætisaukning framleiðslunnar í þessum sömu greinum nemi eins og áður er sagt 150% á tímabili áætlunarinnar. Enn- fremur er það táknrænt fyrir þessa þróun, að vélaiðnaðurinn, sem í lok þriggja-ára-áætlunarinnar framleiddi fimmta hluta af verðmæti iðnaðarframleiðslunnar allrar, á að framleiða þriðjung heildarframleiðslunnar 1954. Þessar tölur gefa ljósa hugmynd um, hvílík risaskref fimm-ára-áætlunin táknar í iðnvæðingu landsins. Reynsla síðastliðins árs, sem er fyrsta ár hinnar endurskoðuðu áætlunar, en annað ár frá byrjun fimm-ára-áætlunarinnar, sannar ótvírætt, að markið hefur ekki verið sett of hátt. Það mark náð- ist, sem iðnaðinum var ætlað að ná 1951. Framleiðsla iðnaðarins reyndist 103,4% miðað við þá áætlun. Það þýðir, að framleiðslu- aukning iðnaðarins í heild frá árinu á undan nemur 30,1% og aukning þungaiðnaðarins 37,7%. í lok síðastliðins árs var fram- leiðsla þungaiðnaðarins komin upp í 311% og framleiðsla véla- iðnaðarins upp í 416% miðað við hámark fyrir stríð. Framleiðsla vélaiðnaðarins hafði með öðrum orðum fjórfaldazt á örfáum ár- um. Á sama tímabili hafði rafmagnsframleiðslan þrefaldazt. Það er athyglisvert, hvílík feiknaráherzla er lögð á að flýta uppbyggingu þungaiðnaðarins. Eins og áður hefur verið minnzt á, var þungaiðnaðurinn mjög lítill í Ungverjalandi fyrir stríð, en það stafaðl af því, að Austurríki hélt landinu niðri á hálfný- lendustigi, sótti þangað ódýr hráefni og seldi í staðinn dýrar iðnað- arvörur. Það er sama afstaðan og ísland hefur enn í dag gagnvart Bretlandi og Bandaríkjunum. En þegar Ungverjaland hafði öðlazt raunverulegt sjálfstæði, varð það fyrsta verkið að afmá ummerki nýlendukúgunarinnar af atvinnulífinu og byggja atvinnuvegina upp í samræmi við kröfur nútímans. Þungaiðnaðurinn er undir- staða allra annarra atvinnuvega í nútímaþjóðfélagi. Hann bræðir málmgrýtið, vinnur kol úr jörðu, framleiðir rafmagn, birgir létta-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.