Réttur


Réttur - 01.06.1952, Qupperneq 27

Réttur - 01.06.1952, Qupperneq 27
RÉTTUR 155 þ.e. 67—70% aukning. Af þessari upphæð eiga 37—38 milljarðar að ganga til þungaiðnaðarins, en það er meira en h'elmingi meira en ráðgert var í upphafi. Upphaflega var gert ráð fyrir 86,4% aukningu í iðnaðinum í heild, en nú var það mark hækkað upp í 200%. Mest átti aukningin að verða í þungaiðnaðinum, 280 —290% í stað 104,3%. Léttaiðnaðurinn átti að aukast um 150% í stað 72,9%. Hin nýja áætlun mun hafa í för með sér breytingu á hlutföllum innan iðnaðarins, þannig að hlutur þeirra iðngreina, sem fram- leiða framleiðslutæki, fer vaxandi og nemur í lok áætlunarinnar 70% af verðmæti allrar iðnaðarframleiðslunnar, en hlutur þeirra iðngreina, sem framleiða neyzluvörur, lækkar ofan í 30%, enda þótt verðmætisaukning framleiðslunnar í þessum sömu greinum nemi eins og áður er sagt 150% á tímabili áætlunarinnar. Enn- fremur er það táknrænt fyrir þessa þróun, að vélaiðnaðurinn, sem í lok þriggja-ára-áætlunarinnar framleiddi fimmta hluta af verðmæti iðnaðarframleiðslunnar allrar, á að framleiða þriðjung heildarframleiðslunnar 1954. Þessar tölur gefa ljósa hugmynd um, hvílík risaskref fimm-ára-áætlunin táknar í iðnvæðingu landsins. Reynsla síðastliðins árs, sem er fyrsta ár hinnar endurskoðuðu áætlunar, en annað ár frá byrjun fimm-ára-áætlunarinnar, sannar ótvírætt, að markið hefur ekki verið sett of hátt. Það mark náð- ist, sem iðnaðinum var ætlað að ná 1951. Framleiðsla iðnaðarins reyndist 103,4% miðað við þá áætlun. Það þýðir, að framleiðslu- aukning iðnaðarins í heild frá árinu á undan nemur 30,1% og aukning þungaiðnaðarins 37,7%. í lok síðastliðins árs var fram- leiðsla þungaiðnaðarins komin upp í 311% og framleiðsla véla- iðnaðarins upp í 416% miðað við hámark fyrir stríð. Framleiðsla vélaiðnaðarins hafði með öðrum orðum fjórfaldazt á örfáum ár- um. Á sama tímabili hafði rafmagnsframleiðslan þrefaldazt. Það er athyglisvert, hvílík feiknaráherzla er lögð á að flýta uppbyggingu þungaiðnaðarins. Eins og áður hefur verið minnzt á, var þungaiðnaðurinn mjög lítill í Ungverjalandi fyrir stríð, en það stafaðl af því, að Austurríki hélt landinu niðri á hálfný- lendustigi, sótti þangað ódýr hráefni og seldi í staðinn dýrar iðnað- arvörur. Það er sama afstaðan og ísland hefur enn í dag gagnvart Bretlandi og Bandaríkjunum. En þegar Ungverjaland hafði öðlazt raunverulegt sjálfstæði, varð það fyrsta verkið að afmá ummerki nýlendukúgunarinnar af atvinnulífinu og byggja atvinnuvegina upp í samræmi við kröfur nútímans. Þungaiðnaðurinn er undir- staða allra annarra atvinnuvega í nútímaþjóðfélagi. Hann bræðir málmgrýtið, vinnur kol úr jörðu, framleiðir rafmagn, birgir létta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.