Réttur


Réttur - 01.01.1953, Síða 3

Réttur - 01.01.1953, Síða 3
RÉTTUR 3 ellefu aldir, sem vér höfum byggt það, — allt, sem vér erum stolt- ir af, allt, sem vér höfum elskað, allt, sem vér höfum vonað og dreymt um að yrði þess hlutskipti. Það er jafnt fortíð vor sem tframtíð, sem nú er í veði, — öll tilvera vor sem þjóðar. Við höfum horfst í augu við tortíminguna fyrr. Fyrir 170 árum, eftir Skaftáreldana, vorum við aðeins 38 þúsund eftir í landinu. Svo nærri skall hurð hælum, að afleiðingar erlendrar yfirdrottn- unar riði þjóð vorri að fullu. Hættan er meiri nú. Allt það bezta, sem vér höfum skapað sem þjóð, höfum vér skapað, þegar þjóð vor og framsæknar stéttir hennar sóttu á til að skapa sér betra þjóðfélag en fyrir var. Við höfum tapað sem þjóð og átt á hættu að týna sjálfum oss, þegar erlent vald hefur náð tangarhaldi á yfirstétt þjóðarinnar, og þarmeð tökum á landi og lýð, getað ráðið efnahagslífi voru, fyrirskipað í stjómmálalifi vom, sýkt þjóðina með áróðri sínum og ofsótt allt það bezta, sem við áttum til. I. Á fyrstu öldum íslandsbyggðar sótti harðgerð, frjáls bændastétt fram til friðsamari og mannúðlegri þjóðfélagshátta undir forustu ýmissa þjóðhollra, viturra höfðingja í baráttu við erlent ásælnis- vald og innlenda yfirgangs- og ójafnaðarmenn úr höfðingjastétt. 1 þessari sókn var skapað það þjóðfélag, sem um nokkurt skeið var frjálsast mannfélag bændastéttar í Evrópu samtímans, þegar bændakúgun aðalsstéttar grúfði yfir meginlandinu. Á grundvelli slíks þjóðfélags, í baráttu þess fyrir friði og frelsi, rís það bezta úr menningu þjóðveldisins, þeirrar menningar, sem einstæð er þá í veröldinni að raunsæi og frjálshyggju, meðan myrkur ofstækis gagnvart þeim smáu og auðmýktar gagnvart þeim drottnandi ein- kenndi Evrópu samtímans, — og sú menning hefur siðan verið aðal íslendingsins, hvar sem hann fór og hve djúpt sem þjóð vor sökk. Í þessari baráttu fyrir frelsi annarsvegar og friði hinsvegar á fyrstu tveim öldum þjóðveldisins mótast sú tvennskonar mann- gerð, sem þjóð vorri hefur orðið hjartfólgnust: Annarsvegar sá höfðingdjarfi, frjálshuga bóndi, bardagamaður eða útlagi, sem eigi lætur sinn hlut fyrir voldugum herrum, Ingjaldur í Hergilsey, Gísli Súrsson, Skarphéðinn Njálsson, hetjurnar, sem síðan hafa lifað í hjarta þjóðar vorrar og kveðið í hana kjark á þrengingar- tímum, — hinsvegar sá vitri, forsjáli, velviljaði forystumaður, mannasættir og leiðtogi, sem með valdi orða sinna einna saman gat leitt þjóðina á örlagastundum í átt til friðar og frelsis, fram
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.