Réttur


Réttur - 01.01.1953, Side 5

Réttur - 01.01.1953, Side 5
RÉTTUR 5 þau voru ort, ferskeytlur og rímur, sem alþýðan omaði sér við á löngum vetrarkvöldum kúgunaralda, yljuðu þjóðinni um hjarta- raeturnar, vernduðu neista viðnámsins fyrir spillingunni frá upp- gjafa yfirstétt, varðveittu „heilaga glóð“ í freðnum þjóðum. Minn- ingarnar um hið liðna, ljóðin og sögurnar urðu lífgjafi vor. Við eigum „margt að þakka þeim, þær hafa hjartað varið.“ n. í annað sinn reis íslenzk þjóð upp í allri sinni smæð og skóp nýja gullöld frelsisbókmennta og frelsisbaráttu. Bændastétt og menntamenn lands vors hófu stríð vort fyrir þjóðfrelsi, fyrir efna- hagslegu og stjórnarfarslegu sjálfstæði. Þeir börðust við erlent drottinvald og erindreka þess á íslenzkri grund: einokunar- og embættislýð, sem beitti ofsókn og harðstjórn,til þess að reyna að brjóta sókn þjóðfrelsis-stéttanna á bak aftur. Eins og vorboðar, sem úti urðu í hretum erfiðs vors, höfðu þeir Eggert, Skúli og Magnús brotið ísinn hjá þjóðinni, hver á sinn hátt. .Við undirspil byltinganna í Evrópu, boða Baldvin og Fjölnismenn frelsið. Með hnípinni þjóð tekur hjarta Jónasar að slá. Sundraðan lýð sam- einar heiður hugur Jóns. Þjóðin eignast á eftir Jónasi skáld, sem líka hún ann og metur: Matthías og Steingrím, Gröndal og Grím. Hún fær við hlið Jóns bardagamenn, sem engar ofsóknir hins erlenda valds fengu bugað: sira Halldór á Hofi, Hannes Stephensen, Halldór Friðriksson. Bændastéttin mótar samtök á verzlunarsviðinu. Menntamenn skapa bókmenntafélögin til baráttu gegn forheimskvun afturhaldsins. Og eins og undiralda þess fátækasta, kúgaða lýðs, sem enn var ei kominn upp á yfirborð þjóðfélagsins til sóknar fyrir sinn rétt, drynur ógleymanlegur uppreisnarsöngur Bólu-Hjálmars sem bass- inn í mótmælakór þjóðarinnar gegn erlendri kúgun og innlend- um ræfilshætti og svikum. Hið danska kúgunarvald beitti njósnum og ofsóknum, mútum embætta og hótunum hervalds, til þess að reyna að brjóta frels- isbaráttu íslendinga á bak aftur: Njósnirnar um skoðanir þjóðhollra íslendinga skyldu æðstu embættismenn ríkisins framkvæma: í erindisbréfi Trampe greifa, konungsfulltrúa, 1851 stóð: „að hann skyldi komast eftir því um alla embættismenn á íslandi, hvort nokkur þeirra sýndi sig á nokkurn hátt í því að vera mótfallinn frumvarpi stjórnarinnar; hann skyldi segja stjórninni i Kaupmannahöfn frá þeim, sem svo væru, og segja þeim álit sitt um, hverja hegningu þeir skyldu líða,“

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.